Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. nóvember 2021 21:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópudeildin: Leicester á toppinn - Daka kom liðinu á bragðið
Mynd: Getty Images
Leicester vann góðan sigur gegn Legia Varsjá á heimavelli í kvöld.

Patson Daka kom liðinu yfir í upphafi leiks og James Maddison bætti öðru markinu við. Stuttu síðar fékk Legia vítaspyrnu en Kasper Schmeichel varði spyrnuna, Filip Mladenovic leikmaður Legia náði hinsvegar að fylgja eftir og minnka muninn.

Wilfried Ndidi skoraði síðan þriðja og síðasta mark Leicester. Öll mörkin í fyrri hálfleik og 3-1 lokatölur.

Leicester komst því úr botnsætinu á toppinn en það er enn allt galopið í riðlinum þar sem tveimur stigum munar á efsta og neðsta sætinu. Leicester heimsækir Napoli í loka umferðinni og Spartak Moskva heimsækir Legia. Spartak er í 2. sæti og Napoli í því þriðja.

Monakó, Frankfurt og Rangers tryggðu sér sæti í útsláttakeppninni í kvöld.

Öll úrslit og markaskorara má sjá hér að neðan.

Rangers 2 - 0 Sparta Praha
1-0 Alfredo Morelos ('15 )
2-0 Alfredo Morelos ('49 )

Brondby 1 - 3 Lyon
1-0 Mikael Uhre ('51 )
1-1 Rayan Cherki ('57 )
1-2 Rayan Cherki ('66 )
1-3 Islam Slimani ('76 )

Leicester City 3 - 1 Legia
1-0 Patson Daka ('11 )
2-0 James Maddison ('21 )
2-1 Filip Mladenovic ('26 )
3-1 Wilfred Ndidi ('33 )

Olympiakos 1 - 0 Fenerbahce
1-0 Tiquinho Soares ('90 )

Eintracht Frankfurt 2 - 2 Antwerp
1-0 Daichi Kamada ('13 )
1-1 Radja Nainggolan ('33 )
1-2 Mbwana Samatta ('88 )
2-2 Goncalo Paciencia ('90 )

PSV 2 - 0 Sturm
1-0 Vinicius Carlos ('45 , víti)
2-0 Bruma ('56 )

Monaco 2 - 1 Real Sociedad
1-0 Kevin Volland ('28 )
1-1 Aleksander Isak ('35 )
2-1 Youssouf Fofana ('38 )
Rautt spjald: Youssouf Fofana, Monaco ('89)
Athugasemdir
banner
banner
banner