Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 26. janúar 2023 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man City græðir á kaupum Tottenham á Porro
Mynd: EPA
Manchester City gæti verið að fá nokkrar milljónir punda í kassann þegar Tottenham klárar kaup sín á Pedro Porro frá Sporting.

Tottenham vill fá hægri bakvörðinn frá Sporting. Hann er með riftunarákvæði í samningi sínum við portúgalska félagið, Tottenham þarf að greiða 39 milljónir punda til að virkja það.

Porro var á mála hjá City á árunum 2019-2022 en lék ekki einn leik fyrir félagið. City greiddi 11 milljónir punda til Girona fyrir leikmanninn og seldi hann svo á rúmlega sjö milljónir punda síðasta sumar.

City lánaði hann til Valladolid tímabilið 2019-20 og svo var hann hjá Sporting á láni tímabilin 2020-21 og svo 21-22 áður en kaupin voru kláruð.

Porro er 23 ára spænskur bakvörður sem á að baki einn A-landsleik. City fær 30% af næstu sölu á Porro og ef það verða 39 milljónir punda, þá fær City tæplega 12 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner