Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 26. febrúar 2021 22:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjubikar kvenna: ÍA vann - Augnablik lagði Hauka í fimm marka leik
Eyrún Vala Harðardóttir
Eyrún Vala Harðardóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum lauk um og upp úr klukkan 22 í B-deild Lengjubikars kvenna.

Í Akraneshöllinni sigraði ÍA lið Grindavíkur með þremur mörkum gegn einu og í Fífunni lagði Augnablik lið Hauka í fimm marka leik.

Þær Eyrún Val Harðardóttir og Kristín Fjóla Sigþórsdóttir skoruðu sitthvora tvennuna í Fífunni.

Öll fjögur liðin leika í Lengjudeild kvenna á komandi leiktíð, Grindavík kemur upp úr 2. deildinni.

ÍA 3 - 1 Grindavík
1-0 Lilja Björg Ólafsdóttir
2-0 Eva María Jónsdóttir
3-0 Védís Agla Reynisdóttir
3-1 Júlía Ruth Thasaphong

Augnablik 3 - 2 Haukar
1-0 Eyrún Vala Harðardóttir
2-0 Eyrún Vala Harðardóttir
2-1 Kristín Fjóla Sigþórsdóttir
2-2 Kristín Fjóla Sigþórsdóttir
3-2 Írena Héðinsdóttir Gonzalez
Athugasemdir
banner
banner
banner