Hvað gerir Guardiola? - Laporta vill Haaland - Man Utd fylgist með Eze - Pogba hafnar rússnesku félagi
banner
   sun 26. mars 2023 15:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stones: Zinchenko er yfirleitt mjög hress
Mynd: Getty Images

England fær Úkraínu í heimsókn í undankeppni EM í dag. Oleksandr Zinchenko mætir þar gamla félaga sínum John Stones.


Þeir léku saman hjá Manchester City þegar Rússland gerði innrás í Úkraínu fyrir rúmu ári síðan. Stones ræddi um tilfinningar Zinchenko á þeim tíma á fjölmiðlafundi fyrir leikinn.

„Ég veit ekki hvort sjokk sé rétta orðið. Zinchenko var ekki með sjálfum sér. Hann var mjög sár, hann er yfirleitt mjög hress týpa, mjög glaður. Þetta sjokkeraði okkur alla, mér datt ekki í hug að þetta gæti gerst," sagði Stones.

„Ég var svo sár fyrir hönd Zinchenko. Við reyndum að spjalla við hann og fá hann til að fá útrás fyrir tilfinningum sínum. Hann var alltaf að finna hvað hann gæti gert fyrir fjölskylduna sína sem var þarna."

Zinchenko gekk til liðs við Arsenal í sumar en Lundúnarliðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, átta stigum á undan Manchester City.


Athugasemdir
banner
banner
banner