Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   mið 26. apríl 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heiður að vera fyrirliði Víkings - „Náði ekki að finna góða rútínu"
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við spiluðum gegn Gróttu í vetur og þeir eru mjög góðir. Þeir vilja spila góðan fótbolta," sagði Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, í samtali við Fótbolta.net eftir að dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í þennan miðvikudaginn.

Víkingur er ríkjandi bikarmeistari en þeir mæta Lengjudeildarliði Gróttu í 16-liða úrslitunum.

Víkingur hefur byrjað þetta tímabil frábærlega í Bestu deildinni, en liðið er búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína og er á toppnum. „Okkur líður mjög vel og liðið er að spila mjög vel. Við erum að skapa mörg færi á meðan hin liðin eru ekki að skapa mikið gegn okkur. Við þurfum að halda einbeitingu og halda áfram."

„Við tökum einn leik í einu. Við eigum leik gegn KA næst og það verður mjög erfitt."

Nikolaj var gerður að fyrirliða Víkings fyrir tímabil en hann hefur persónulega farið mjög vel af stað á þessu tímabili eftir að hafa verið nokkuð mikið meiddur á síðustu leiktíð.

„Ég er stoltur og það er mikill heiður að vera fyrirliði. Ég er búinn að vera lengi hjá Víkingi og hef unnið mig upp. Þetta heldur mér á tánum... þetta kom mér svolítið á óvart en á sama tíma er þetta mikill heiður og mjög góð tilfinning."

„Það skiptir máli fyrir mig að meiðast ekki. Þegar ég verð meiddur þá er það erfitt og ég verð kannski aðeins of latur. Ég hef sloppið við meiðsli hingað til í ár og lagt mikið á mig. Mér líður mjög vel núna. Ég náði ekki að finna góða rútínu á síðasta tímabili út af meiðslum."

Hann er vongóður um að Víkingar nái að halda áfram að spila vel. „Þrír leikir hafa verið mjög góðir og ef við höldum þannig áfram þá verðum við eitt erfiðasta liðið til að vinna."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner