Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 26. apríl 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heiður að vera fyrirliði Víkings - „Náði ekki að finna góða rútínu"
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við spiluðum gegn Gróttu í vetur og þeir eru mjög góðir. Þeir vilja spila góðan fótbolta," sagði Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, í samtali við Fótbolta.net eftir að dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í þennan miðvikudaginn.

Víkingur er ríkjandi bikarmeistari en þeir mæta Lengjudeildarliði Gróttu í 16-liða úrslitunum.

Víkingur hefur byrjað þetta tímabil frábærlega í Bestu deildinni, en liðið er búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína og er á toppnum. „Okkur líður mjög vel og liðið er að spila mjög vel. Við erum að skapa mörg færi á meðan hin liðin eru ekki að skapa mikið gegn okkur. Við þurfum að halda einbeitingu og halda áfram."

„Við tökum einn leik í einu. Við eigum leik gegn KA næst og það verður mjög erfitt."

Nikolaj var gerður að fyrirliða Víkings fyrir tímabil en hann hefur persónulega farið mjög vel af stað á þessu tímabili eftir að hafa verið nokkuð mikið meiddur á síðustu leiktíð.

„Ég er stoltur og það er mikill heiður að vera fyrirliði. Ég er búinn að vera lengi hjá Víkingi og hef unnið mig upp. Þetta heldur mér á tánum... þetta kom mér svolítið á óvart en á sama tíma er þetta mikill heiður og mjög góð tilfinning."

„Það skiptir máli fyrir mig að meiðast ekki. Þegar ég verð meiddur þá er það erfitt og ég verð kannski aðeins of latur. Ég hef sloppið við meiðsli hingað til í ár og lagt mikið á mig. Mér líður mjög vel núna. Ég náði ekki að finna góða rútínu á síðasta tímabili út af meiðslum."

Hann er vongóður um að Víkingar nái að halda áfram að spila vel. „Þrír leikir hafa verið mjög góðir og ef við höldum þannig áfram þá verðum við eitt erfiðasta liðið til að vinna."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner