Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 26. apríl 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heiður að vera fyrirliði Víkings - „Náði ekki að finna góða rútínu"
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við spiluðum gegn Gróttu í vetur og þeir eru mjög góðir. Þeir vilja spila góðan fótbolta," sagði Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, í samtali við Fótbolta.net eftir að dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í þennan miðvikudaginn.

Víkingur er ríkjandi bikarmeistari en þeir mæta Lengjudeildarliði Gróttu í 16-liða úrslitunum.

Víkingur hefur byrjað þetta tímabil frábærlega í Bestu deildinni, en liðið er búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína og er á toppnum. „Okkur líður mjög vel og liðið er að spila mjög vel. Við erum að skapa mörg færi á meðan hin liðin eru ekki að skapa mikið gegn okkur. Við þurfum að halda einbeitingu og halda áfram."

„Við tökum einn leik í einu. Við eigum leik gegn KA næst og það verður mjög erfitt."

Nikolaj var gerður að fyrirliða Víkings fyrir tímabil en hann hefur persónulega farið mjög vel af stað á þessu tímabili eftir að hafa verið nokkuð mikið meiddur á síðustu leiktíð.

„Ég er stoltur og það er mikill heiður að vera fyrirliði. Ég er búinn að vera lengi hjá Víkingi og hef unnið mig upp. Þetta heldur mér á tánum... þetta kom mér svolítið á óvart en á sama tíma er þetta mikill heiður og mjög góð tilfinning."

„Það skiptir máli fyrir mig að meiðast ekki. Þegar ég verð meiddur þá er það erfitt og ég verð kannski aðeins of latur. Ég hef sloppið við meiðsli hingað til í ár og lagt mikið á mig. Mér líður mjög vel núna. Ég náði ekki að finna góða rútínu á síðasta tímabili út af meiðslum."

Hann er vongóður um að Víkingar nái að halda áfram að spila vel. „Þrír leikir hafa verið mjög góðir og ef við höldum þannig áfram þá verðum við eitt erfiðasta liðið til að vinna."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner