Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 26. apríl 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heiður að vera fyrirliði Víkings - „Náði ekki að finna góða rútínu"
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við spiluðum gegn Gróttu í vetur og þeir eru mjög góðir. Þeir vilja spila góðan fótbolta," sagði Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, í samtali við Fótbolta.net eftir að dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í þennan miðvikudaginn.

Víkingur er ríkjandi bikarmeistari en þeir mæta Lengjudeildarliði Gróttu í 16-liða úrslitunum.

Víkingur hefur byrjað þetta tímabil frábærlega í Bestu deildinni, en liðið er búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína og er á toppnum. „Okkur líður mjög vel og liðið er að spila mjög vel. Við erum að skapa mörg færi á meðan hin liðin eru ekki að skapa mikið gegn okkur. Við þurfum að halda einbeitingu og halda áfram."

„Við tökum einn leik í einu. Við eigum leik gegn KA næst og það verður mjög erfitt."

Nikolaj var gerður að fyrirliða Víkings fyrir tímabil en hann hefur persónulega farið mjög vel af stað á þessu tímabili eftir að hafa verið nokkuð mikið meiddur á síðustu leiktíð.

„Ég er stoltur og það er mikill heiður að vera fyrirliði. Ég er búinn að vera lengi hjá Víkingi og hef unnið mig upp. Þetta heldur mér á tánum... þetta kom mér svolítið á óvart en á sama tíma er þetta mikill heiður og mjög góð tilfinning."

„Það skiptir máli fyrir mig að meiðast ekki. Þegar ég verð meiddur þá er það erfitt og ég verð kannski aðeins of latur. Ég hef sloppið við meiðsli hingað til í ár og lagt mikið á mig. Mér líður mjög vel núna. Ég náði ekki að finna góða rútínu á síðasta tímabili út af meiðslum."

Hann er vongóður um að Víkingar nái að halda áfram að spila vel. „Þrír leikir hafa verið mjög góðir og ef við höldum þannig áfram þá verðum við eitt erfiðasta liðið til að vinna."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner