Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   mið 26. apríl 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heiður að vera fyrirliði Víkings - „Náði ekki að finna góða rútínu"
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við spiluðum gegn Gróttu í vetur og þeir eru mjög góðir. Þeir vilja spila góðan fótbolta," sagði Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, í samtali við Fótbolta.net eftir að dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í þennan miðvikudaginn.

Víkingur er ríkjandi bikarmeistari en þeir mæta Lengjudeildarliði Gróttu í 16-liða úrslitunum.

Víkingur hefur byrjað þetta tímabil frábærlega í Bestu deildinni, en liðið er búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína og er á toppnum. „Okkur líður mjög vel og liðið er að spila mjög vel. Við erum að skapa mörg færi á meðan hin liðin eru ekki að skapa mikið gegn okkur. Við þurfum að halda einbeitingu og halda áfram."

„Við tökum einn leik í einu. Við eigum leik gegn KA næst og það verður mjög erfitt."

Nikolaj var gerður að fyrirliða Víkings fyrir tímabil en hann hefur persónulega farið mjög vel af stað á þessu tímabili eftir að hafa verið nokkuð mikið meiddur á síðustu leiktíð.

„Ég er stoltur og það er mikill heiður að vera fyrirliði. Ég er búinn að vera lengi hjá Víkingi og hef unnið mig upp. Þetta heldur mér á tánum... þetta kom mér svolítið á óvart en á sama tíma er þetta mikill heiður og mjög góð tilfinning."

„Það skiptir máli fyrir mig að meiðast ekki. Þegar ég verð meiddur þá er það erfitt og ég verð kannski aðeins of latur. Ég hef sloppið við meiðsli hingað til í ár og lagt mikið á mig. Mér líður mjög vel núna. Ég náði ekki að finna góða rútínu á síðasta tímabili út af meiðslum."

Hann er vongóður um að Víkingar nái að halda áfram að spila vel. „Þrír leikir hafa verið mjög góðir og ef við höldum þannig áfram þá verðum við eitt erfiðasta liðið til að vinna."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner