Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   fim 26. júní 2014 11:48
Magnús Már Einarsson
Guðjón Árni gæti þurft að leggja skóna á hilluna
Guðjón Árni Antoníusson.
Guðjón Árni Antoníusson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Guðjón Árni Antoníusson, varnarmaður FH, mun að öllum líkindum ekki koma meira við sögu í Pepsi-deildinni í sumar.

Guðjón Árni fékk höfuðhögg á æfingu fyrir leik FH og KR í 3. umferð Pepsi-deildarinnar í maí og hefur ekkert spilað síðan þá. Guðjón Árni fékk einnig nokkur höfuðhögg í fyrrasumar og spilaði einungis fimm leiki þá vegna höfuðmeiðsla.

,,Það er komið í ljós að ég þarf að hvíla eins lengi og einkennin eru og þau eru ennþá til staðar. Það er enginn tími kominn í ljós," sagði Guðjón við Fótbolta.net í dag.

,,Ég er góður dags daglega en þegar ég fer að hreyfa mig þá fæ ég svima, ógleði og höfuðverk."

Guðjón segir mögulegt að hann þurfi að leggja skóna á hilluna. ,,Ég er ekki búinn að taka lokaákvörðun en þetta lítur ekki vel út. Það er allavega löng hvíld framundan."

Guðjón er þrítugur en hann segist ekki vilja taka neina sénsa með höfuðmeiðslin.

,,Ég vil ekki tefla á tvær hættur. Það er hægt að lifa með einhverjum ónýtum liðböndum en það er ekki spes að vera ekki með heilann ekki í lagi," sagði Guðjón.
Athugasemdir
banner
banner