Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mið 26. júní 2019 22:29
Baldvin Pálsson
Jón Þórir: Ég sparkaði í brúsastand
Jón Þórir kominn í bann en ánægður með dramatískan sigur
Jón Þórir Sveinsson.
Jón Þórir Sveinsson.
Mynd: Fótbolti.net
Jón Þórir þjálfari Fram var að vonum ánægður með sína menn sem náðu í dramatískan og mikilvægan 2-1 sigur gegn Þrótti í Safamýrinni í kvöld. Jón þarf þó að vera í stúkunni í næsta leik þar sem hann fékk rautt eftir að hafa sparkað í brúsa stand á hliðarlínunni.

Fram var 0-1 undir í hálfleik en Helgi Guðjónsson og Már Ægisson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Þróttur R.

Hvert er þitt mat á leiknum?

„Þeir komu grimmir inn, náðu einu marki snemma og við vorum ekki alveg tilbúnir og byrjuðum leikinn illa. Svo unnum við okkur hægt og rólega inn í leikinn og fengum færinn og á endanum stóðum við uppi sem sigurvegarar sem mér finnst verðskuldað"

Hvað finnst þér um rauða spjaldið sem þú fékkst?

„Ég var orðinn ansi pirraður og höndlaði það illa, sparkaði í brúsa stand og það var greinilega tilefni fyrir rautt spjald. Ég hefði kannski átt að sparka í vesti eða bolta en þetta voru mín mistök og ég verð að taka því."

Svo fékk Fred líka rautt, hvað fannst þér um það?

„Það fannst mér aldrei vera rautt, hann fór vissulega í hann en markmaðurinn var búinn að sparka boltanum þegar Fred lendir á honum og hann var alls ekkert að reyna að tækla hann. Fyrir mér var þetta aldrei rautt spjald en það voru ekki einu misstökin sem hann gerði í þessum leik"

Næsti leikur er á Akureyri, ertu að búast við þremur stigum þar?

„Það verður mjög erfitt að sækja þau, Þór er með mjög gott lið. Eins og með alla leiki í deildinni þá geturðu unnið og tapað en markmiðið er alltaf að vinna. Við ætlum ekki alla leið norður nema til að ná í þrjú stig en það verður erfitt verkefni og við verðum að vera tilbúnir í það"
Athugasemdir
banner