Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
   mið 26. júní 2019 22:29
Baldvin Pálsson
Jón Þórir: Ég sparkaði í brúsastand
Jón Þórir kominn í bann en ánægður með dramatískan sigur
Jón Þórir Sveinsson.
Jón Þórir Sveinsson.
Mynd: Fótbolti.net
Jón Þórir þjálfari Fram var að vonum ánægður með sína menn sem náðu í dramatískan og mikilvægan 2-1 sigur gegn Þrótti í Safamýrinni í kvöld. Jón þarf þó að vera í stúkunni í næsta leik þar sem hann fékk rautt eftir að hafa sparkað í brúsa stand á hliðarlínunni.

Fram var 0-1 undir í hálfleik en Helgi Guðjónsson og Már Ægisson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Þróttur R.

Hvert er þitt mat á leiknum?

„Þeir komu grimmir inn, náðu einu marki snemma og við vorum ekki alveg tilbúnir og byrjuðum leikinn illa. Svo unnum við okkur hægt og rólega inn í leikinn og fengum færinn og á endanum stóðum við uppi sem sigurvegarar sem mér finnst verðskuldað"

Hvað finnst þér um rauða spjaldið sem þú fékkst?

„Ég var orðinn ansi pirraður og höndlaði það illa, sparkaði í brúsa stand og það var greinilega tilefni fyrir rautt spjald. Ég hefði kannski átt að sparka í vesti eða bolta en þetta voru mín mistök og ég verð að taka því."

Svo fékk Fred líka rautt, hvað fannst þér um það?

„Það fannst mér aldrei vera rautt, hann fór vissulega í hann en markmaðurinn var búinn að sparka boltanum þegar Fred lendir á honum og hann var alls ekkert að reyna að tækla hann. Fyrir mér var þetta aldrei rautt spjald en það voru ekki einu misstökin sem hann gerði í þessum leik"

Næsti leikur er á Akureyri, ertu að búast við þremur stigum þar?

„Það verður mjög erfitt að sækja þau, Þór er með mjög gott lið. Eins og með alla leiki í deildinni þá geturðu unnið og tapað en markmiðið er alltaf að vinna. Við ætlum ekki alla leið norður nema til að ná í þrjú stig en það verður erfitt verkefni og við verðum að vera tilbúnir í það"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner