Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   fim 26. júlí 2018 22:32
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Okkur hlýtur að hlakka til að mæta ÍR-ingum
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar fengu Leiknismenn í heimsókn suður með sjó í mikinn baráttuleik sem Njarðvík hafði betur í 1-0. Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ánægður með sigur sinna manna.

„Þetta var fábær sigur, við byrjuðum leikinn af miklum krafti og vorum mjög öflugir og vörðumst feykilega vel."

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  0 Leiknir R.

Þessi sigur var merkilegur fyrir þær sakir að þetta var fyrsti heimasigur Njarðvíkur í sumar og líka sú staðreynd að Njarðvík hefur einingis unnið Breiðholtsliðin í sumar eða bæði ÍR og Leikni þannig Njarðvíkingar virðast hafa eitthvað tak á Breiðhyltingum.

„Okkur líður vel á móti þeim greinilega, erum með 9 stig af 9 þannig okkur hlýtur að hlakka til að mæta ÍR-ingum." Sagði Rafn Markús kíminn á svip.

Luka Jagacic fór meiddur útaf í síðasta leik en Rafn Markús á von á því að hann verði klár í næsta leik. „Hann tognaði á ökkla en ætti að verða klár í næsta leik."

Sigurbergur Bjarnason, sonur Bjarna Jóhannssonar þjálfara Vestra og leikmaður Njarðvíkur meiddist í vikunni og verður lengur frá.

„Hann lenti í því að slíta krossband, hann verður frá í lengri tíma."

Aðspurður hvort Njarðvíkingar ætli að bæta við sig fleirri leikmönnum fyrir lok glugga var svarið einfalt.

„Nei, við erum feykilega ánægðir, fengum tvo nýja leikmenn inn, Pawel frá Garðinum og James frá Englandi."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner