Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
   fim 26. júlí 2018 22:32
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Okkur hlýtur að hlakka til að mæta ÍR-ingum
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar fengu Leiknismenn í heimsókn suður með sjó í mikinn baráttuleik sem Njarðvík hafði betur í 1-0. Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ánægður með sigur sinna manna.

„Þetta var fábær sigur, við byrjuðum leikinn af miklum krafti og vorum mjög öflugir og vörðumst feykilega vel."

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  0 Leiknir R.

Þessi sigur var merkilegur fyrir þær sakir að þetta var fyrsti heimasigur Njarðvíkur í sumar og líka sú staðreynd að Njarðvík hefur einingis unnið Breiðholtsliðin í sumar eða bæði ÍR og Leikni þannig Njarðvíkingar virðast hafa eitthvað tak á Breiðhyltingum.

„Okkur líður vel á móti þeim greinilega, erum með 9 stig af 9 þannig okkur hlýtur að hlakka til að mæta ÍR-ingum." Sagði Rafn Markús kíminn á svip.

Luka Jagacic fór meiddur útaf í síðasta leik en Rafn Markús á von á því að hann verði klár í næsta leik. „Hann tognaði á ökkla en ætti að verða klár í næsta leik."

Sigurbergur Bjarnason, sonur Bjarna Jóhannssonar þjálfara Vestra og leikmaður Njarðvíkur meiddist í vikunni og verður lengur frá.

„Hann lenti í því að slíta krossband, hann verður frá í lengri tíma."

Aðspurður hvort Njarðvíkingar ætli að bæta við sig fleirri leikmönnum fyrir lok glugga var svarið einfalt.

„Nei, við erum feykilega ánægðir, fengum tvo nýja leikmenn inn, Pawel frá Garðinum og James frá Englandi."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir