Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 26. júlí 2018 22:32
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Okkur hlýtur að hlakka til að mæta ÍR-ingum
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar fengu Leiknismenn í heimsókn suður með sjó í mikinn baráttuleik sem Njarðvík hafði betur í 1-0. Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ánægður með sigur sinna manna.

„Þetta var fábær sigur, við byrjuðum leikinn af miklum krafti og vorum mjög öflugir og vörðumst feykilega vel."

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  0 Leiknir R.

Þessi sigur var merkilegur fyrir þær sakir að þetta var fyrsti heimasigur Njarðvíkur í sumar og líka sú staðreynd að Njarðvík hefur einingis unnið Breiðholtsliðin í sumar eða bæði ÍR og Leikni þannig Njarðvíkingar virðast hafa eitthvað tak á Breiðhyltingum.

„Okkur líður vel á móti þeim greinilega, erum með 9 stig af 9 þannig okkur hlýtur að hlakka til að mæta ÍR-ingum." Sagði Rafn Markús kíminn á svip.

Luka Jagacic fór meiddur útaf í síðasta leik en Rafn Markús á von á því að hann verði klár í næsta leik. „Hann tognaði á ökkla en ætti að verða klár í næsta leik."

Sigurbergur Bjarnason, sonur Bjarna Jóhannssonar þjálfara Vestra og leikmaður Njarðvíkur meiddist í vikunni og verður lengur frá.

„Hann lenti í því að slíta krossband, hann verður frá í lengri tíma."

Aðspurður hvort Njarðvíkingar ætli að bæta við sig fleirri leikmönnum fyrir lok glugga var svarið einfalt.

„Nei, við erum feykilega ánægðir, fengum tvo nýja leikmenn inn, Pawel frá Garðinum og James frá Englandi."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner