Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 26. júlí 2020 22:54
Arnar Laufdal Arnarsson
Jói Kalli: Þarf kjark til að koma hingað og ætla að spila fótbolta
Léttur eftir leik þrátt fyrir tap
Léttur eftir leik þrátt fyrir tap
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það heppnaðist bara alls ekki það sem við lögðum upp með og ætluðum að reyna gera í fyrri hálfleik," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 5-3 tap gegn Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni.

„Það var ekkert leyndarmál og það sáu allir á vellinum að það heppnaðist bara ekki en ég er samt sem áður ótrúlega stoltur af strákunum hvernig þeir komu inn í seinni hálfleikinn og börðust eins og ljón! Það þarf kjark að koma á Kópavogsvöll og pressa Blika og það þarf kjark að koma hingað og ætla spila fótbolta. Ég er mjög ánægður með hversu hugaðir og viljugir við vorum í seinni hálfleik."

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  3 ÍA

Hrafnkell Freyr Ágústsson úr hlaðvarpsþættinum Dr. Football setti inn Twitter færslu fyrir leik um að Bjarki Steinn Bjarkason væri á leið til Venezia á Ítalíu. Hvað hafði Jói Kalli að segja um það?

„Ég get því miður ekki staðfest það. Ég veit alveg að það er áhugi á Bjarka en ég er ekki rétti maðurinn til að staðfesta það, það er framkvæmdarstjóri félagsins sem sér um þessi mál en þú verður bara spyrja hann að því."

ÍA liðið hefur verið mikið upp og niður á þessu tímabili. Telur Jói Kalli að það sé of mikill óstöðugleiki í leik Skagamanna?

„Já það er alveg klárt, við viljum gera betur. Við höfum líka tapað þremur leikjum 2-1, leikjum sem mér finnst við hafa átt eitthvað skilið úr, en jú það er klárt mál við við þurfum að sýna meiri stöðugleika ef við ætlum að klifra upp töfluna og laga hluti. Við erum í þessu við þjálfararnir til þess að sinna þessu og laga þessi hluti sem þarf að laga til þess við getum farið að taka næstu skref og bæta okkur, við erum að bæta okkur sóknarlega alveg helling en við þurfum að bæta okkur varnarlega líka."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner