Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 26. júlí 2022 18:21
Brynjar Ingi Erluson
Adam Örn til Leiknis á láni frá Blikum (Staðfest)
Adam Örn mun spila með Leikni á láni frá Blikum
Adam Örn mun spila með Leikni á láni frá Blikum
Mynd: Knattspyrnudeild Breiðabliks
Leiknismenn hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í seinni hluta tímabilsins en Adam Örn Arnarson er kominn til félagsins á láni frá Breiðabliki.

Adam, sem er 26 ára gamall, snéri heim úr atvinnumennsku fyrir sumarið og samdi við Breiðablik, en hann hefur aðeins spilað tvo leiki í Bestu deildinni í sumar.

Þá lék hann einnig í Meistarakeppni KSÍ og einn bikarleik, en hann mun spila seinni hluta tímabilsins á láni hjá Leikni og hefur fengið félagaskipti sín í gegn.

Adam gerði samning við Breiðablik út tímabilið og verður hann því samningslaus í nóvember. Ekki er ljóst hvað tekur við eftir lánssamninginn hjá Leikni.

Hann á að baki landsleiki fyrir öll yngri landslið Íslands og þá á hann einn A-landsleik gegn Mexíkó.

Fyrr í glugganum kallaði Leiknir þá Shkelzen Veseli og Davíð Júlían Jónsson, tvo unga leikmenn, til baka úr láni hjá Þrótti Vogum. Leiknismenn eru í fallsæti í Bestu deildinni.
Innkastið - Niðurlægingar á heimavöllum, rauð spjöld og formannspistill
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner