Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   sun 26. september 2021 11:25
Sverrir Örn Einarsson
Júlíus Magnússon: Þetta er eiginlega ólýsanlegt
Júlíus Magnússon
Júlíus Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekki alveg búinn að átta mig á þessu ennþá. Þetta er eiginlega ólýsanlegt og ér bara orðlaus. Bara þakklátur en ég er í einhverju móki ennþá.“
Sagði Júlíus Magnússon við fréttaritara Fótbolta.net í miðjum fagnaðarlátum Víkinga í gær aðspurður um tilfinninguna eftir að Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 2-0 sigri á Leikni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

Víkingar mættu gríðarlega einbeittir til leiks í gær og byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti. Voru Arnar og gömlu mennirnir í liðinu búnir að setja tóninn í vikunni og halda spennustiginu réttu fyrir liðið?

„Algjörlega, öll vikan er búin að vera tunnelvision og fókus hjá öllum og bara byggja upp spennuna. Ekki of mikið stress hjá mönnum. Við vorum svo rólegir og spiluðum boltanum og bara fullkomin frammistaða.“

Fréttaritari spurði svo Júlíus hvort það hefði verið einhver gulrót fyrir hann að ná að tryggja titilinn gegn Leikni þar sem hann hóf sinn knattspyrnuferil sem barn en hann skipti yfir í Víking 14 ára gamall árið 2012.

„Já það er extra sætt. Leiknismenn eru samt búnir að vera geggjaðir í sumar sáum það í fyrri leiknum þar sem þeir voru að valda okkur veseni og unnu okkur. Þannig að þetta var alls ekki gefins leikur þeir voru bara hörkugóðir sem sást í seinni hálfleik.


Sagði Júlíus en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner