Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   sun 26. september 2021 11:25
Sverrir Örn Einarsson
Júlíus Magnússon: Þetta er eiginlega ólýsanlegt
Júlíus Magnússon
Júlíus Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekki alveg búinn að átta mig á þessu ennþá. Þetta er eiginlega ólýsanlegt og ér bara orðlaus. Bara þakklátur en ég er í einhverju móki ennþá.“
Sagði Júlíus Magnússon við fréttaritara Fótbolta.net í miðjum fagnaðarlátum Víkinga í gær aðspurður um tilfinninguna eftir að Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 2-0 sigri á Leikni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

Víkingar mættu gríðarlega einbeittir til leiks í gær og byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti. Voru Arnar og gömlu mennirnir í liðinu búnir að setja tóninn í vikunni og halda spennustiginu réttu fyrir liðið?

„Algjörlega, öll vikan er búin að vera tunnelvision og fókus hjá öllum og bara byggja upp spennuna. Ekki of mikið stress hjá mönnum. Við vorum svo rólegir og spiluðum boltanum og bara fullkomin frammistaða.“

Fréttaritari spurði svo Júlíus hvort það hefði verið einhver gulrót fyrir hann að ná að tryggja titilinn gegn Leikni þar sem hann hóf sinn knattspyrnuferil sem barn en hann skipti yfir í Víking 14 ára gamall árið 2012.

„Já það er extra sætt. Leiknismenn eru samt búnir að vera geggjaðir í sumar sáum það í fyrri leiknum þar sem þeir voru að valda okkur veseni og unnu okkur. Þannig að þetta var alls ekki gefins leikur þeir voru bara hörkugóðir sem sást í seinni hálfleik.


Sagði Júlíus en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner