Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   sun 26. september 2021 11:25
Sverrir Örn Einarsson
Júlíus Magnússon: Þetta er eiginlega ólýsanlegt
Júlíus Magnússon
Júlíus Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekki alveg búinn að átta mig á þessu ennþá. Þetta er eiginlega ólýsanlegt og ér bara orðlaus. Bara þakklátur en ég er í einhverju móki ennþá.“
Sagði Júlíus Magnússon við fréttaritara Fótbolta.net í miðjum fagnaðarlátum Víkinga í gær aðspurður um tilfinninguna eftir að Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 2-0 sigri á Leikni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

Víkingar mættu gríðarlega einbeittir til leiks í gær og byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti. Voru Arnar og gömlu mennirnir í liðinu búnir að setja tóninn í vikunni og halda spennustiginu réttu fyrir liðið?

„Algjörlega, öll vikan er búin að vera tunnelvision og fókus hjá öllum og bara byggja upp spennuna. Ekki of mikið stress hjá mönnum. Við vorum svo rólegir og spiluðum boltanum og bara fullkomin frammistaða.“

Fréttaritari spurði svo Júlíus hvort það hefði verið einhver gulrót fyrir hann að ná að tryggja titilinn gegn Leikni þar sem hann hóf sinn knattspyrnuferil sem barn en hann skipti yfir í Víking 14 ára gamall árið 2012.

„Já það er extra sætt. Leiknismenn eru samt búnir að vera geggjaðir í sumar sáum það í fyrri leiknum þar sem þeir voru að valda okkur veseni og unnu okkur. Þannig að þetta var alls ekki gefins leikur þeir voru bara hörkugóðir sem sást í seinni hálfleik.


Sagði Júlíus en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner