Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Panathinaikos, fór meiddur af velli strax í byrjun leiksins gegn AEK í gær.
Í dag kom í ljós að Hörður er með slitið krossband og verður frá vel fram á næsta ár, fjallað er um að Hörður verði frá í hálft ár hið minnsta en frekar ólíklegt er að hann nái að spila meira á tímabilinu.
Í dag kom í ljós að Hörður er með slitið krossband og verður frá vel fram á næsta ár, fjallað er um að Hörður verði frá í hálft ár hið minnsta en frekar ólíklegt er að hann nái að spila meira á tímabilinu.
Hörður fór upp í skallabolta strax í byrjun leiks í gær og lenti illa. Afleiðingarnar skelfilegar og ljóst að Hörður missir af stórum hluta tímabilsins í Grikklandi og næstu landsliðsverkefnum.
Hörður er þrítugur, örvfættur varnarmaður sem gekk í raðir Panathinaikos síðasta sumar eftir fjögur ár hjá CSKA í Rússlandi.
Hörður sleit hásin árið 2021 og kom til baka ári síðar. Þetta eru því önnur erfiðu meiðslin sem hann fer í gegnum á stuttum tíma.
There are nights that everything seems to go wrong. Hördur, stay strong! We are standing by you!#Panathinaikos #PAOFC pic.twitter.com/OiMoAmoPE6
— Panathinaikos F.C. (@paofc_) September 26, 2023
Athugasemdir