Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
banner
   þri 26. september 2023 10:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak fylgdist glaður með uppeldisfélaginu: Staður sem þeir eiga að vera á
watermark ÍA vann sigur í Lengjudeildinni.
ÍA vann sigur í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara dásamlegt að sjá ÍA á þeim stað sem þeir eiga að vera á," segir Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður Fortuna Düsseldorf og íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net.

Hann fylgdist glaður með því þegar ÍA tryggði sér sigur í Lengjudeildinni fyrr í þessum mánuði. ÍA byrjaði tímabilið ekki vel en þeir stigu vel upp í seinni hlutanum og enduðu á því að vinna deildina. Á næsta tímabili spila þeir í Bestu deildinni.

„Vonandi geta þeir verið lengur núna í efstu deild. Það er mjög flott verkefni í gangi þar sem margir ungir leikmenn eru að fá að spila og þetta er mikið byggt upp á heimamönnum. Það er ótrúlega skemmtilegt og vonandi verða þeir í góðu standi þegar deildin byrjar á næsta ári," segir Ísak.

ÍA hefur verið mikið upp og niður seinustu árin en Ísak, sem er uppalinn hjá félaginu, vonar að liðið muni núna festa sig í sessi í efstu deild. Hann náði að horfa á síðasta leikinn er þeir unnu Gróttu í vondu veðri á Akranesi.

„Á leiðinni heim frá síðasta leik tók ég þetta í símanum. Þetta voru alvöru Skagaaðstæður. Það var geggjað að sjá alla fagna á Skaganum í góðum gír."

Hægt er að sjá allt viðtalið við Ísak í spilaranum hér fyrir neðan.
Farið fram úr björtustu vonum Ísaks - „Voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner