Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   þri 26. september 2023 20:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karólína Lea: Mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði
Karolína Lea var svekkt í leikslok og hér hughreystir Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari hana.
Karolína Lea var svekkt í leikslok og hér hughreystir Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari hana.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var ógeðslega erfitt. Það fór rosalega mikil orka í að hlaupa og verjast," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir framherji Íslands eftir stórt tap gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Við vorum ekki að halda boltanum mikið svo það fór öll orkan í að verjast í dag. Það bjuggust ekki allir við að við næðum í stig hingað svo við getum ekki pirrað okkur svo mikið á þessu."

Fyrstu 10-15 mínúturnar voru fínar hjá Íslandi en eftir að Þýskaland komst yfir fór leikurinn frá okkur.

„Já, við vorum ekki að opna okkur mikið þó þær hafi komið með krossa sem við náðum að verjast vel. Þær skoruðu gott mark, ég þekki þennan leikmann vel og hún er með rosalega góð skot sem er erfitt að verjast. Hún getur sparkað bæði með hægri og vinstri og það er erfitt að verjast henni. Hún átti frábæran leik og ef maður skoðar mörkin aftur þá eru þetta pirrandi mörk. Þetta sýnir gæðin þeirra og við töpuðum á móti betra liði í dag."

Nánar er rætt við hana í spilaranum að ofan en hún segir þýska liðið haf spilað gróft.

„Við vorum ekki að opna okkur mikið og ætluðum að halda áfram að verjast þétt en vera sterkari í návígum. Þær voru helvíti grófar og við hefðum átt að vera grófari til baka. Það var mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði og það var súrt að hafa ekki gefið þeim það til baka."
Athugasemdir
banner
banner
banner