Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 26. september 2023 20:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karólína Lea: Mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði
Karolína Lea var svekkt í leikslok og hér hughreystir Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari hana.
Karolína Lea var svekkt í leikslok og hér hughreystir Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari hana.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var ógeðslega erfitt. Það fór rosalega mikil orka í að hlaupa og verjast," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir framherji Íslands eftir stórt tap gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Við vorum ekki að halda boltanum mikið svo það fór öll orkan í að verjast í dag. Það bjuggust ekki allir við að við næðum í stig hingað svo við getum ekki pirrað okkur svo mikið á þessu."

Fyrstu 10-15 mínúturnar voru fínar hjá Íslandi en eftir að Þýskaland komst yfir fór leikurinn frá okkur.

„Já, við vorum ekki að opna okkur mikið þó þær hafi komið með krossa sem við náðum að verjast vel. Þær skoruðu gott mark, ég þekki þennan leikmann vel og hún er með rosalega góð skot sem er erfitt að verjast. Hún getur sparkað bæði með hægri og vinstri og það er erfitt að verjast henni. Hún átti frábæran leik og ef maður skoðar mörkin aftur þá eru þetta pirrandi mörk. Þetta sýnir gæðin þeirra og við töpuðum á móti betra liði í dag."

Nánar er rætt við hana í spilaranum að ofan en hún segir þýska liðið haf spilað gróft.

„Við vorum ekki að opna okkur mikið og ætluðum að halda áfram að verjast þétt en vera sterkari í návígum. Þær voru helvíti grófar og við hefðum átt að vera grófari til baka. Það var mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði og það var súrt að hafa ekki gefið þeim það til baka."
Athugasemdir
banner
banner