Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
banner
   þri 26. september 2023 21:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lára Kristín: Það var mjög gaman að koma inn í þetta aftur
Lára í leiknum í kvöld.
Lára í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Mér leið sjálfri vel en við vorum í ansi erfiðri stöðu í lokin. Ég kom inn á og reyndi að gera eins vel og ég gat," sagði Lára Kristín Pedersen í samtali við Fótbolta.net eftir 4-0 tap gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Þær voru ansi beittar fram á við. Þær voru snöggar að refsa. Þetta var erfitt í kvöld."

Voru stelpurnar okkar að búast við þýska liðinu svona sterku í kvöld?

„Já, ég held að við vitum öll hvað þær geta þó það sé eitthvað búið að tala um einhverja krísu. Við vitum alveg hvað þær geta. Þetta kom okkur ekki á óvart."

Hvað var svona það helsta sem fór úrskeiðis í leiknum?

„Ég þarf nú að sjá leikinn aftur ef ég á að gera þér einhvern lista yfir það. Þær voru mjög flottar í kvöld og áttu því miður sigurinn skilið."

Lára Kristín var að spila sinn fyrsta keppnisleik með A-landsliðinu í kvöld. „Það var mjög gaman að koma inn í þetta aftur og koma mér inn í kúltúrinn hérna."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner