Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 26. október 2020 19:52
Ívan Guðjón Baldursson
Maguire var heppinn - Rauða spjald Digne rétt
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Jón Steinarr
Dermot Gallagher, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, fór yfir vafaatriði helgarinnar fyrir Sky Sports.

Hann tók nokkur stór atriði fyrir og gaf sína skoðun á þeim. Hann telur Harry Maguire, fyrirliða Manchester United, hafa verið heppinn að fá ekki dæmda vítaspyrnu á sig í markalausu jafntefli gegn Chelsea.

„Martin Atkinson var ekki með besta sjónarhornið en þegar þú skoðar þetta útfrá sjónarhornum VAR þá er ótrúlegt að það hafi ekki verið dæmd vítaspyrna. Þetta er vítaspyrna allan daginn."

Þá sagði hann rauða spjaldið sem Lucas Digne fékk í tapi Everton gegn Southampton hafa verið réttan dóm, en Carlo Ancelotti stjóri Everton var æfur að leikslokum.

„Þetta verður að vera rautt spjald. Ég er búinn að ræða þetta við marga sem eru ósammála mér en þegar þú setur takkana á hásin hjá andstæðingi þá færðu alltaf rautt spjald. Þetta var eflaust óviljaverk en samt alltaf rautt spjald."

Gallagher talaði einnig um rangstöðudóminn í 0-1 tapi Arsenal gegn Leicester City, þar sem mark var dæmt af Alexandre Lacazette því Granit Xhaka var í rangstöðu. Hann segir þann dóm vera frekar flókinn og útskýrði hvað gerðist á vellinum frekar en að gefa sína skoðun.

„Þetta er erfitt fyrir mig að útskýra þar sem ég er ekki sérfróður um rangstöðuregluna. Dómarinn dæmdi markið ógilt eftir að hafa heyrt í aðstoðardómaranum. Þeir ráðfærðu sig svo við VAR herbergið sem var sammála og markið ekki dæmt gilt."

Að lokum var komið að broti Fabinho í 2-1 sigri Liverpool gegn Sheffield United. Dómarinn dæmdi brot á Fabinho en var ekki viss hvort það hafi gerst innan eða utan teigs. VAR skoðaði málið og sagði að atvikið hafi átt sér stað innan vítateigs. Vandinn þar er að Fabinho braut líklegast ekki af sér en VAR gerði ekkert til að leiðrétta ákvörðunina þar sem um vafaatriði var að ræða.

„Dómarinn taldi þetta vera brot og VAR staðfesti að þetta hafi gerst innan vítateigs. VAR mat þetta ekki sem augljós mistök af hálfu dómara þar sem Fabinho fór bæði í manninn og boltann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner