Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fim 26. október 2023 18:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sambandsdeildin: Breiðablik steinlá í Belgíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gent 5 - 0 Breiðablik
1-0 Omri Gandelman ('10 )
2-0 Hugo Cuypers ('15 )
3-0 Hugo Cuypers ('20 )
4-0 Tarik Tissoudali ('43 )
5-0 Gift Orban ('69 )
5-0 Höskuldur Gunnlaugsson ('91 , misnotað víti)
Lestu um leikinn


Breiðablik átti erfitt uppdráttar í þriðju umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld þegar liðið mætti Gent í Belgíu.

Viktor Örn Margeirsson fékk frábært tækifæri til að koma Breiðabliki í forystu en skot hans fór rétt framhjá úr dauðafæri.

Heimamenn náðu forystunni aðeins tveimur mínútum síðar en þá fékk Omri Gandelman frían skalla inn á teig Breiðabliks eftir hornspyrnu og skoraði af miklu öryggi.

Útlitið var orðið ansi svart fyrir Breiðablik eftir stundarfjórðung en þá skoraði Gent sitt annað mark og aftur var það með skalla. Heimamenn gerðu svo gott sem út um leikinn stuttu síðar með þriðja marki leiksins.

Þeir voru hins vegar ekki búnir að segja sitt síðasta og fjórða markið leit dagsins ljós undir lok fyrri hálfleiks.

Síðari hálfleikurinn var mun rólegri en Gift Orban negldi síðasta naglann í kistu Blika þegar hann skoraði fimmta mark liðsins með skoti sem fór á milli fóta Antons Ara og í netið.

Breiðablik fékk vítaspyrnu í uppbótatíma þegar brotið var á Höskuldi Gunnlaugssyni, hann steig sjálfur á punktinn en Davy Roef markvörður Gent varði frá honum.


Athugasemdir
banner
banner
banner