Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   sun 26. nóvember 2023 15:17
Brynjar Ingi Erluson
Alexander-Arnold gerir risasamning við Adidas
Trent Alexander-Arnold í nýju skónum í leiknum í gær
Trent Alexander-Arnold í nýju skónum í leiknum í gær
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold skrifaði á dögunum undir risasamning við þýska íþróttavörurisann Adidas og er samningurinn einn sá veglegasti í Evrópuboltanum.

Alexander-Arnold hefur spilað í skóm frá bandaríska framleiðandanum Under Armour síðustu sex ár, en margir ráku upp stóru augu þegar hann sást í skóm frá Adidas gegn Manchester City í gær.

Hann klæddist þar nýjum Predator-skóm, sem sendi marga áhorfendur í tímavél, en skórinn er með tungu og teygju framan á eins og David Beckham, Zinedine Zidane og Steven Gerrard klæddust ásamt fleiri góðum fótboltamönnum, snemma á þessari öld.

Adidas birti þá auglýsingu með Alexander-Arnold í dag og staðfesti þar samstarf sitt með leikmanninum, en hann skrifaði undir langtímasamning við fyrirtækið og mun þéna um 26 milljónir punda fyrir.

Samningurinn er einn sá stærsti í Evrópuboltanum og verður hann eitt helsta andlit fyrirtækisins ásamt Jude Bellingham, sem gerði samskonar samning í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner