Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
banner
   þri 27. febrúar 2024 22:51
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu öll fimm mörk Haaland í kvöld
Mynd: EPA
Norski sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland var í ham í 6-2 sigri Manchester City á Luton í 5. umferð ensku bikarkeppninnar í kvöld, en gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk.

Haaland var kominn með þrennu í hálfleik en Luton beit frá sér í þeim síðari og minnkaði muninn í 3-2.

Norðmaðurinn ákvað þá að ganga frá leiknum á þremur mínútum með tveimur mörkum til viðbótar áður en Mateo Kovacic rak síðasta naglann í kistu Luton.

Kevin de Bruyne, sem hefur byrjað á bekknum hjá Man City í undanförnum leikjum, lagði upp fjögur af fimm mörkum Haaland í leiknum.

Hægt er að sjá allt það helsta úr leiknum í myndbandinu hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner