Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 27. mars 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Guðlaugur Victor lykilmaður í umfjöllun um Darmstadt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Darmstadt og íslenska landsliðsins, fær mikið lof á vef þýsku Bundesligunnar í dag.

Á vef þýsku Bundesligunnar er fjallað um efstu tvær deildirnar í Þýskalandi og í dag er sérstök umfjöllun um Darmstadt sem er í 6. sæti þýsku B-deildarinnar eftir gott gengi síðari hluta tímabils.

Guðlaugur Victor er valinn sem lykilmaður liðsins í umfjölluninni en hann spilar aftarlega á miðjunni hjá Darmstadt.

„Síðan Íslendingurinn byrjaði að spila með Darmstadt eftir vetrarhléið tímabilið 2018/2019 hefur hann verið ómetanlagur," segir í umfjölluninni um Guðlaug Victor.

„Með ró sinni stýrir hann umferðinni á miðjunni og heldur varnarleiknum einnig saman."

„Hann missti af þremur leikjum á tímabilinu og Darmstadt vann engan þeirra. Þrátt fyrir að bera meiri ábyrgð á varnarleiknum þá hefur hann skorað tvö mörk og lagt upp þrjú."

Athugasemdir