Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. mars 2023 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Þór/KA fær bandarískan markvörð (Staðfest)
Mynd: Þór/KA

Þór/KA var að tryggja sér liðsstyrk fyrir komandi átök í Bestu deild kvenna. Melissa Anne Lowder mun spila með liðinu út komandi tímabil og mun veita alvöru samkeppni fyrir Hörpu Jóhannsdóttur, sem hefur verið aðalmarkvörður Þórs/KA í næstum því þrjú ár.


Melissa er fædd 1997 og skrifaði undir samning við Utah Royals eftir að hafa verið meðal bestu markvarða bandaríska háskólaboltans.

Melissa fékk ekki tækifæri með Utah og hefur einnig verið á mála hjá Chicago Red Stars og San Diego Waves í efstu deild í Bandaríkjunum, án þess þó að fá að spreyta sig. 

„Ég er ótrúlega spennt fyrir tækifærinu til að spila fyrir Þór/KA og að þroska þekkingu mína á leiknum. Ég hlakka mjög til að upplifa tengslin við stuðningsfólkið og það sem þessi klúbbur stendur fyrir. Ég vonast til að koma með góða orku og árangur inn í félagið," sagði Melissa í samtali við Þór/KA.


Athugasemdir
banner
banner