Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   fim 27. mars 2025 16:14
Elvar Geir Magnússon
Ranieri útilokar Gasperini
Mynd: EPA
Claudio Ranieri hefur staðfest að hann og íþróttastjórinn Florent Ghisolfi leiði leitina að næsta stjóra Roma.

Hinn gamalreyndi Ranieri stýrir nú Roma en hann samþykkti í vetur að stýra liðinu út yfirstandandi tímabil, eftir að Ivan Juric var rekinn.

Ranieri vill ekki gefa neitt upp um leitina en segir að fjölmiðlar hafi ekki nefnt neitt nafn sem hann hafi rætt við. Hann útilokar að Gian Piero Gasperini, núverandi stjóri Atalanta, verði ráðinn.

„Í þessari viku talið þið um Gasperini og einhvern annan í næstu viku. Ég er ánægður með að nöfnin á þeim sem ég hef rætt við hafa ekki lekið til ykkar. Þið getið útilokað alla sem þið hafið nefnt, Gasperini verður ekki stjóri Roma," sagði Ranieri við fréttamenn.

Roma situr í sjöunda sæti ítölsku A-deildarinnar og það hafa orðið tíð þjálfaraskipti hjá félaginu.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 34 22 8 4 54 25 +29 74
2 Inter 34 21 8 5 72 33 +39 71
3 Atalanta 34 19 8 7 67 31 +36 65
4 Juventus 34 16 14 4 51 31 +20 62
5 Bologna 34 16 13 5 52 37 +15 61
6 Roma 34 17 9 8 49 32 +17 60
7 Lazio 34 17 9 8 57 45 +12 60
8 Fiorentina 34 17 8 9 53 34 +19 59
9 Milan 34 15 9 10 53 38 +15 54
10 Torino 34 10 13 11 38 39 -1 43
11 Como 34 11 9 14 44 48 -4 42
12 Udinese 34 11 8 15 36 48 -12 41
13 Genoa 34 9 12 13 29 41 -12 39
14 Cagliari 34 8 9 17 35 49 -14 33
15 Parma 34 6 14 14 40 53 -13 32
16 Verona 34 9 5 20 30 62 -32 32
17 Lecce 34 6 9 19 24 56 -32 27
18 Venezia 34 4 13 17 27 48 -21 25
19 Empoli 34 4 13 17 27 54 -27 25
20 Monza 34 2 9 23 25 59 -34 15
Athugasemdir
banner
banner