
Óskar Örn Hauksson, fyrirliði Grindavíkur, var að vonum sáttur með 2-0 sigurinn á Vestra í Lengjudeildinni í dag.
Lestu um leikinn: Vestri 0 - 2 Grindavík
Reynsluboltinn öflugi gerði mikilvægt mark undir lok fyrri hálfleiks áður en hann gulltryggði sigurinn með vítaspyrnumarki sex mínútum fyrir lok leiksins.
Grindavík er með 10 stig úr fyrstu fjórum leikjunum en liðið hefur ekki enn fengið á sig mark í deildinni.
„Hún er náttúrlega bara góð. Frábær þrjú stig og ekkert mark á okkur, höldum því áfram. Skorum tvö sem við höfum ekki gert mikið af en fyrst og fremst góð þrjú stig.“
„Jú, alltaf gott að fá mörk. Ég held að seinna markið hafi verið mikilvægara en þeir liggja á okkur í seinni. Við þurfum að drepa leikina fyrr, en að spila á þessum völlum sem þetta eru þá er erfitt að spila einhvern samba-bolta og snýst um að standa vörnina og fá ekki á sig mark. Við erum að því núna en vona verður fótboltinn betri þegar það kemur sumar,“ sagði Óskar við Fótbolta.net í dag.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍA | 22 | 15 | 4 | 3 | 54 - 31 | +23 | 49 |
2. Afturelding | 22 | 13 | 4 | 5 | 60 - 33 | +27 | 43 |
3. Fjölnir | 22 | 12 | 6 | 4 | 55 - 32 | +23 | 42 |
4. Vestri | 22 | 11 | 6 | 5 | 37 - 26 | +11 | 39 |
5. Leiknir R. | 22 | 11 | 2 | 9 | 47 - 37 | +10 | 35 |
6. Grindavík | 22 | 8 | 4 | 10 | 27 - 38 | -11 | 28 |
7. Þór | 22 | 8 | 3 | 11 | 27 - 39 | -12 | 27 |
8. Þróttur R. | 22 | 7 | 5 | 10 | 45 - 46 | -1 | 26 |
9. Grótta | 22 | 6 | 8 | 8 | 34 - 37 | -3 | 26 |
10. Njarðvík | 22 | 6 | 5 | 11 | 36 - 47 | -11 | 23 |
11. Selfoss | 22 | 7 | 2 | 13 | 37 - 49 | -12 | 23 |
12. Ægir | 22 | 2 | 3 | 17 | 23 - 67 | -44 | 9 |
Athugasemdir