,,Við vissum að þetta yrði erfitt því Selfoss er vel skipulagt og sterkt lið," sagði Milan Stefán Jankovic þjálfari Grindavíkur eftir 1-3 tap heima gegn Selfossi í kvöld.
,,Ég vissi frá fyrstu mínútu að þetta yrði erfitt. Ég gerði nokkrar breytingar, Stebbi (Stefán Þór Pálsson) var á bekknum og Maggi (Magnús Björgvinsson) og Alexander (Magnússon) voru líka meiddir. Það voru gerðar smá breytingar á okkar liði sem við sáum í dag að gengu ekki vel."
,,Ég verð samt að hrósa markverði Selfyssinga (Jóhann Ólafur Sigurðsson) sem varði frábærlega. Ég sá þrjú mörk inni en hann varði, þetta er hans sigur í dag, alveg frábær markvarsla hjá honum í dag."
,,Við ætluðum að jafna leikinn og vorum með alla menn frammi og þá refsuðu þeir okkur með þriðja markinu. En það skiptir engu hvort þú tapir 1-2 eða 1-3, þú gerir allt til að jafna."
Nánar er rætt við Milan Stefán Jankovic í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir





















