Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   sun 27. júlí 2014 21:28
Jóhann Ingi Hafþórsson
Óli Þórðar: Við erum með tvo leikmenn í skoðun hjá okkur
Ólafur Þórðarsson.
Ólafur Þórðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ólafur Þórðarsson, þjálfari Víkings var sáttur með 3-0 sigur sinna manna gegn botnliði Fram í kvöld.

Víkingar unnu að lokum sanngjarnan sigur með tveimur mörkum frá Igor Taskovic og einu frá Tómasti Guðmundssyni.

,,Ég er fyrst og fremst ánægður með þessi þrjú stig sem við tókum í dag, þetta var erfiður leikur fyrir okkur."

,,Ég er sáttur með varnarvinnuna en Kale þurfti að verja tvisvar, þrisvar í leiknum, það er útaf því að við erum að gera einhver mistök en svona heilt yfir þá erum við að verða stabílli í varnarleiknum."

,,Færanýtingin okkar átti að vera miklu betri, ef við hefðum nýtt færin okkar fyrr þá hefðum við náð betri tökum á þessum leik. Við fórum illa með nokkur lið í fyrri hálfleik og það olli okkur vandræðum."

Ólafur telur möguleikana ágætlega á að ná evrópusæti en Víkingar eru mikilli baráttu um það sem stendur.

,,Það verður bara að koma í ljós, það er mikið eftir af þessu móti og margt sem getur gerst. Við verðum að vera þolinmóðir og vinna okkar vinnu áfram.

,,Við stefndum á það að berjast í efri hlutanum í deildinni, þetta kemur mér ekki á óvart í sjálfu sér."

Næsti leikur Víkinga er gegn Keflavík í undanúrslitum Borgunarbikarsins.

,,Það verður erfiður leikur og við verðum að ná toppleik til að klára það."

Ólafur segir að Víkingarnir gætu bætt við mönnum áður en að félagsskiptaglugginn lokar.

,,Við erum með tvo leikmenn í skoðun hjá okkur og það kemur bara í ljós á morgun eða miðvikudaginn hvort við tökum þá eða ekki."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner