Arsenal og Liverpool eiga möguleika á að fá Vini Jr - Gravenberch fær nýjan samning - Ekitike biðst afsökunar
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
   fim 27. júlí 2017 22:40
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Gunnlaugs.: Þetta er skrítið mót og búið að spilast asnalega
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Arnar Gunnlaugson, aðstoðarþjálfari KR, var ánægður með 2-0 sigur liðsins á Fjölni í kvöld en liðin mættust í Pepsi-deild karla. Pálmi Rafn Pálmason og Óskar Örn Hauksson gerðu mörkin.

Lestu um leikinn: KR 2 -  0 Fjölnir

Pálmi Rafn kom liðinu yfir með frábæru skoti undir lok fyrri hálfleiks eftir að Fjölni hafði verið leiðandi fyrsta hálftímann. Fjölnir sá svo ekki til sólar í þeim síðari en Óskar Örn Hauksson bætti við öðru marki og hefðu þau getað verið fleiri.

„Ég er ánægður. Þetta var erfiður leikur og Fjölnir hefur staðið sig mjög vel upp á síðkastið, unnið tvo sterka sigra. Við höfum verið að ströggla fram að sumri eins og margir vita en við áttum góðan síðasta leik og náðum að fylgja því eftir í dag," sagði Arnar.

„Mér fannst við stjórna leiknum í seinni hálfleik frá A-Ö. Við sköpuðum okkur ekki beint dauða-dauðafæri en hálffæri. Það er ánægjulegt að ná að klára leikinn vel og halda hreinu."

Sóknarlína KR-inga var afar öflug í dag og skapaði sér mörg færi.

„Hún var hreyfanleg og við fáum fjölbreytni fram á við með André, við erum búnir að láta boltann ganga ágætlega fyrir framan vörnina án þess að ógna eitthvað sérstaklega inn fyrir. Við erum vanalega með margar fyrirgjafir í hverjum leik, þannig hann hefur hæðina og styrkinn til að nýta það."

„Við vorum að ströggla eftir góða byrjun þá urðum við smá værukærir. Það vantaði smá tempo í leik okkar og síðan náum við að skora mark undir lokin og það vita það allir að ef þú skorar rétt fyrir hálfleik þá líður þér miklu betur."


KR-ingar stefna á Evrópubaráttu þrátt fyrir að hafa verið í svolítilli botnbaráttu að undanförnu.

„Eins og deildin er að spilast núna þá er þetta ekkert ósvipað og í fyrra þegar Willum kemur og tekur við og þá erum við líka í fallbaráttu en leikmenn og við vorum ekkert að tala um fallbaráttu, það vita allir að liðið er nægilega gott," sagði Arnar.

„Þetta er skrítið mót og búið að spilast asnalega. Það er stutt í Evrópusæti og það er okkar markmið að stefna á það núna, mér sýnist Valur að vera að sigla þessu kannski ekki beint auðveldlega en heim."

André Bjerregaard hefur gefið sóknarleik KR-inga nýtt líf en hann hefur byrjað vel í fyrstu leikjunum sínum.

„Þegar þú færð svona góða leikmenn þá lyftir það öðrum leikmönnum í kringum þig. Menn geta lært af honum líka og hann er skemmtilega hrár líka. Hann er með þokkalegt touch, fljótur og býður upp á aðra möguleika sem við höfðum ekki fyrir. Hann leiðir línuna mjög vel og öflugur í fyrstu pressu," sagði hann.

Arnar býst ekki við því að KR styrki sig frekar í glugganum.

„Hópurinn okkar er mjög öflugur eins og er. Ungir strákar eru að koma sterkir inn, fá mínútu í hverjum einasta leik," sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner