Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   mán 27. júlí 2020 22:54
Anton Freyr Jónsson
Hemmi Hreiðars: Hefði verið hrikalega sætt að stela þessu
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Þrótt V.
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Þrótt V.
Mynd: Þróttur V
„Frábært framlag enn og aftur," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Þróttar Vogum, eftir 1-1 jafntefli við Kórdrengi í 2. deildinni í kvöld.

„Við byrjuðum illa, eitthvað smá stress hérna í byrjun og þeir setja smá pressu á okkur en síðan unnum við okkur inn í leikinn og við vorum aðeins nær mönnunum. Við vissum að við myndum fá færi á prikinu. Stig er eitthvað sem við tökum."

Lestu um leikinn: Kórdrengir 1 -  1 Þróttur V.

„Já, það er engin spurning eins og ég sagði áðan, vinnuframlagið og það sem við gerum sem liðsheild, það er hver einasti leikmaður að hlaupa fyrir hvorn annan og á endanum skilar það sér. Þetta skilaði færum úr góðri pressu, mér fannst þeir vera orðnir þreyttir aftast á vellinum. Það hefði verið hrikalega sætt að stela þessu."

Þórður Már var í í sviðsljósinu í kvöld og mikill hiti var inn á vellinum í kvöld. Hvernig fannst Hermann hann dæma þetta?

„Jújú, var þetta ekki bara þræl fínt? Þetta voru mörg atvik þannig auðvitað verður einhver ósáttur."

Hermann Hreiðarsson er enþá taplaus eftir að hann tók við Þrótti V. og var hann spurður út í framhaldið í deildinni.

„Við erum spenntir fyrir öllum leikjum og erum að reyna hafa þetta svolítið skemmtilegt og þetta er það, það er engin spurning, sérstaklega þegar andinn í liðinu er svona og það endurspeglast í spilamennskunni og okkur hlakkar til allra leikja og vitum það að ef við erum allir á góðum degi þá náum við í úrslit."

Er markmið Hermanns að fara upp með liðið?

„Við förum í hvern leik til að vinna, en þetta er ótrúlega skemmtileg deild, mikið af góðum liðum í þessari deild og það er ekkert gefið."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner