Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   mán 27. júlí 2020 22:54
Anton Freyr Jónsson
Hemmi Hreiðars: Hefði verið hrikalega sætt að stela þessu
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Þrótt V.
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Þrótt V.
Mynd: Þróttur V
„Frábært framlag enn og aftur," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Þróttar Vogum, eftir 1-1 jafntefli við Kórdrengi í 2. deildinni í kvöld.

„Við byrjuðum illa, eitthvað smá stress hérna í byrjun og þeir setja smá pressu á okkur en síðan unnum við okkur inn í leikinn og við vorum aðeins nær mönnunum. Við vissum að við myndum fá færi á prikinu. Stig er eitthvað sem við tökum."

Lestu um leikinn: Kórdrengir 1 -  1 Þróttur V.

„Já, það er engin spurning eins og ég sagði áðan, vinnuframlagið og það sem við gerum sem liðsheild, það er hver einasti leikmaður að hlaupa fyrir hvorn annan og á endanum skilar það sér. Þetta skilaði færum úr góðri pressu, mér fannst þeir vera orðnir þreyttir aftast á vellinum. Það hefði verið hrikalega sætt að stela þessu."

Þórður Már var í í sviðsljósinu í kvöld og mikill hiti var inn á vellinum í kvöld. Hvernig fannst Hermann hann dæma þetta?

„Jújú, var þetta ekki bara þræl fínt? Þetta voru mörg atvik þannig auðvitað verður einhver ósáttur."

Hermann Hreiðarsson er enþá taplaus eftir að hann tók við Þrótti V. og var hann spurður út í framhaldið í deildinni.

„Við erum spenntir fyrir öllum leikjum og erum að reyna hafa þetta svolítið skemmtilegt og þetta er það, það er engin spurning, sérstaklega þegar andinn í liðinu er svona og það endurspeglast í spilamennskunni og okkur hlakkar til allra leikja og vitum það að ef við erum allir á góðum degi þá náum við í úrslit."

Er markmið Hermanns að fara upp með liðið?

„Við förum í hvern leik til að vinna, en þetta er ótrúlega skemmtileg deild, mikið af góðum liðum í þessari deild og það er ekkert gefið."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner