Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
banner
   þri 27. ágúst 2024 12:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gögnin sýna af hverju Man City vill fá Orra Stein
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Eins og vel hefur verið fjallað um, þá er Orri Steinn Óskarsson á óskalista Englandsmeistara Manchester City.

City er að hugsa um hann sem leikmann sem gæti verið til vara fyrir markamaskínuna Erling Haaland.

Tipsbladet í Danmörku sótti gögn frá Opta og samkvæmt þeim gögnum virðist Orri vera hinn fullkomni staðgengill fyrir Haaland.

„Þó þeir spili augljóslega á mjög mismunandi stigum er leikstíll þeirra mjög svipaður," segir í grein Tipsbladet.

„Athyglisvert er að sá leikmaður sem Orri Steinn Óskarsson líkist mest samkvæmt samanburðartæki Opta er Erling Haaland frá tímabilinu 2021/22 þar sem hann lék með Borussia Dortmund. Það eru 89 prósent líkindi."

Orri Steinn, sem er 19 ára gamall, hefur farið feykilega vel af stað á nýju tímabili með FC Kaupmannnahöfn en hann er einn mest spennandi sóknarmaður í heimi um þessar mundir.
Athugasemdir
banner
banner