Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   sun 27. september 2020 17:55
Benjamín Þórðarson
Arnar Gunnlaugs: Viljum ekki enda mótið eins og bjánar
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega sáttur við frammistöðuna. Við stjórnuðum þessum leik frá A-Ö og vorum virkilega flottir í dag," sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings eftir 2 - 2 jafntefli við ÍA á Akranesi í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  2 Víkingur R.

„Við fengum klaufamörk á okkur, ég á eftir að sjá fyrsta markið betur, það var eitthvað skrítið við það. Uppleggið þeirra var að veiða okkur í gildrur, bíða eftir mistökum frá okkur sem mörg lið eru farin að gera á móti okkur. Þó við séum með boltann þurfa allir leikmenn að vera varir við sig og passa upp á að mistök séu ekki gerð."

Víkingar glíma við meiðsli og leikbönn og áttu erfitt með að ná í hóp en Sölvi Geir Ottesen spilaði leikinn þrátt fyrir að vera ekki alveg heill. Liðið spilaði samt vel þrátt fyrir þessi áföll.

„Kristall sem er vanalega miðjumaður var frammi, 1,50 á hæð. Það var virkilega gaman að sjá hann klást við Marcus sem er 2,20. Við færðum til í stöðum og vorum kraftmiklir. Við viljum ekki endað mótið eins og bjánar og viljum berjast fyrir klúbbinn okkar."

Nánar er rætt við Arnar í sjónvarpinu hér að ofan. Hann talar þar um að hann ætli sér að styrkja liðið í vetur.

„Við ætlum að reyna að herja á okkar takmörk eins fljótt og hægt er og vera tilbúnir. Annað hvort ferðu út í horn og grenjar eftir svona tímabil eða hysjar upp buxurnar."
Athugasemdir
banner