Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 27. september 2020 15:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mourinho bálreiður: Vil ekki vera sektaður
Mynd: Getty Images
„Það eina sem ég vil segja er að mitt lið lék mjög vel. Ég vil vera á bekknum í næsta leik og ég vil ekki vera sektaður [svo ég vil ekki tala um vítaspyrnudóminn]," sagði Jose Mourinho, stjóri Tottenham, eftir 1-1 jafntefli gegn Newcastle.

Newcastle skoraði með sínu eina skoti á markið þegar Callum Wilson skoraði úr vítaspyrnu á sjöundu mínútu uppbótartíma. Hendi var dæmd á Eric Dier í uppbótartíma, umdeildur dómur.

„Karl Darlow, strákurinn í markinu hjá þeim, var maður leiksins, nema þið viljið gefa einhverjum sem var ekki að spila þau verðlaun. Markvörðurinn þeirra er þarna til að verja og hann var stórkostlegur."

Viðtalið var við BBC Radio 5 Live og mátti heyra á Mourinho að hann var mjög, mjög ósáttur við vítaspyrnudóminn.
Athugasemdir
banner
banner