Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 27. september 2020 14:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rosengard gerði mjög óvænt jafntefli - Ingibjörg skoraði í stórsigri
Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði eitt marka Vålerenga í dag.
Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði eitt marka Vålerenga í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María Jessen - fyrsta tap Leverkusen á leiktíðinni kom í dag.
Sandra María Jessen - fyrsta tap Leverkusen á leiktíðinni kom í dag.
Mynd: Mirko Kappes
Nokkrum leikjum í evrópska kvennaboltanum er lokið í dag.

Þýskaland - Fyrsta tap Leverkusen
Við byrjum yfirferðina í Þýskalandi þar sem Sandra María Jessen lék allan leikinn með liði Bayer Leverkusen.

Leverkusen sótti Potsdam heim og enduðu leikar með 2-0 sigri Potsdam. Mörkin komu bæði í fyrri hálfleik. Fyrir leikinn hafði Leverkusen unnið báða sína leiki og er því með sex stig eftir þrjár umferðir. Liðið situr í 5. sæti Bundesliga.

Svíþjóð A-deild - Óvænt jafntefli og Uppsala í vandræðum
Topplið Rosengård gerði óvænt markalaust jafntefli gegn Umeå á heimavelli í dag. Rosengård var með yfirburði í leiknum og átti ellefu skot á mark gestanna en inn vildi boltinn ekki. Fyrir leikinn hafði Rosengård unnið fjóra leiki í röð.

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn með Rosengård sem er með eins stigs forskot á Gautaborg eftir sextán umferðir.

Anna Rakel Pétursdóttir kom inn á sem varamður hjá Uppsala undir lok leiks þegar Uppsala tók á móti fyrrum félagi Rakelar, Linköping. Leikurinn endaði 0-1 sigri gestanna. Uppsala er í botnsæti deildarinnar með tíu stig, fimm stigum frá öruggu sæti.

Guðrún Arnardóttir var á sínum stað í byrjunarliði Djurgården sem gerði 1-1 jafntefli gegn Vittsjö á útivelli. Djurgarden er með sautján stig í 8. sæti deildarinnar. Guðrún lék allan leikinn.

Svíþjóð B-deild
Í B-deildinni heimsótti lið Mallbackens lið Sunnana heim. Kristrún Antonsdóttir er leikmaður Mallbackens og lék hún síðustu tuttugu minúturnar í leiknum.

Mallbackens vann leikinn og komu bæði mörk gestanna snemma leiks. Það fyrra á 11. mínútu og það seinna á 12. mínútu. Liðið er í 8. sæti með 26 stig eftir átján umferðir.

Noregur - Rúst hjá toppliðinu
Vålerenga valtaði yfir Klepp í norsku Toppserien, efstu deild. Ingibjörg Sigurðarsdóttir skoraði eitt marka Vålerenga í 7-0 sigri. Mark Ingibjargar kom á 45. mínútu. Vålerenga er með 31 stig á toppi deidlarinnar, þremur stigum meira en Lilleström(LSK) sem á leik til góða. Ingibjörg lék allan leikinn með Vålerenga.

Danmörk
Amanda Andradóttir var ónotaður varamaður hjá Farum BK/FC Nordsjælland þegar liðið steinlá, 5-1, á útivelli gegn Fortuna Hjörring. Farum er í 6. sæti deildarinnar eftir átta umferðir með ellefu stig. Amanda hefur verið að glíma við veikindi að undanförnu.
Athugasemdir
banner