De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   þri 27. september 2022 18:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ceske Budojevice
Reiður, svekktur og stoltur - „Næ því ekki hvernig hann ver þetta"
Dagur Dan svekktur í leiknum í kvöld.
Dagur Dan svekktur í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Því miður, mér fannst við bara miklu betri á öllum sviðum í dag. Sóknarlega, varnarlega, í einvígum - bara öllu sem hægt er að gera inn á fótboltavellinum fannst meŕ við betri í dag. Í seinni hálfleik fannst mér við eignlega bara yfirspila þá," sagði Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður U21 landsliðins, eftir grátlegt jafntefli gegn Tékklandi í kvöld.

Draumurinn um EM 2023 er úti, það vantaði eitt mark upp á að knýja fram framlengingu eftir eins marks tap í fyrri leiknum á föstudag. Íslenska liðið lék - eins og Dagur kemur inn á - vel í leiknum og var í nokkur skipti mjög nálægt því að skora markið mikilvæga. Matej Kovar í marki Tékka var besti maður vallarins, átti frábæran dag í markinu.

Lestu um leikinn: Tékkland U21 0 -  0 Ísland U21

„Ótrúlegt hvernig við skorum ekki, ég skil ekki hvernig hann ver þetta síðasta skot - ég næ því ekki. Ég þarf að sjá þetta aftur, vel gert hjá honum."

Dagur átti sjálfur frábært skot sem fór rétt framhjá marki Tékkana.

„Ég smellhitt'ann, ertað grínast eða. Ég horfði á hann fara upp í skeytin og smeygði síðan framhjá henni. Ekkert eðlilega svekkjandi en við erum stoltir af okkar frammistöðu og Ísland mun fara á EM einhvern tímann."

„Reiði, svekkelsi, við vorum svo nálægt þessu. Mér finnst miðað við hvað við höfum lagt í þetta eiga þetta (sæti á EM) svo sannarlega skilið, og auðvitað Tékkarnir líka. Ísland finnst mér eiga skilið að vera á stórmóti og á að vera á stórmóti miðað við leikmennina sem við erum með. Einn daginn verðum við þar."

„Svo sannarlega, allir sem einn vorum við frábærir, geggjuð liðsheild og bara stoltur að vera í þessu liði,"
sagði Dagur.
Athugasemdir
banner