Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
   þri 27. september 2022 18:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ceske Budojevice
Reiður, svekktur og stoltur - „Næ því ekki hvernig hann ver þetta"
Dagur Dan svekktur í leiknum í kvöld.
Dagur Dan svekktur í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Því miður, mér fannst við bara miklu betri á öllum sviðum í dag. Sóknarlega, varnarlega, í einvígum - bara öllu sem hægt er að gera inn á fótboltavellinum fannst meŕ við betri í dag. Í seinni hálfleik fannst mér við eignlega bara yfirspila þá," sagði Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður U21 landsliðins, eftir grátlegt jafntefli gegn Tékklandi í kvöld.

Draumurinn um EM 2023 er úti, það vantaði eitt mark upp á að knýja fram framlengingu eftir eins marks tap í fyrri leiknum á föstudag. Íslenska liðið lék - eins og Dagur kemur inn á - vel í leiknum og var í nokkur skipti mjög nálægt því að skora markið mikilvæga. Matej Kovar í marki Tékka var besti maður vallarins, átti frábæran dag í markinu.

Lestu um leikinn: Tékkland U21 0 -  0 Ísland U21

„Ótrúlegt hvernig við skorum ekki, ég skil ekki hvernig hann ver þetta síðasta skot - ég næ því ekki. Ég þarf að sjá þetta aftur, vel gert hjá honum."

Dagur átti sjálfur frábært skot sem fór rétt framhjá marki Tékkana.

„Ég smellhitt'ann, ertað grínast eða. Ég horfði á hann fara upp í skeytin og smeygði síðan framhjá henni. Ekkert eðlilega svekkjandi en við erum stoltir af okkar frammistöðu og Ísland mun fara á EM einhvern tímann."

„Reiði, svekkelsi, við vorum svo nálægt þessu. Mér finnst miðað við hvað við höfum lagt í þetta eiga þetta (sæti á EM) svo sannarlega skilið, og auðvitað Tékkarnir líka. Ísland finnst mér eiga skilið að vera á stórmóti og á að vera á stórmóti miðað við leikmennina sem við erum með. Einn daginn verðum við þar."

„Svo sannarlega, allir sem einn vorum við frábærir, geggjuð liðsheild og bara stoltur að vera í þessu liði,"
sagði Dagur.
Athugasemdir
banner
banner