Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 27. september 2022 12:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tap myndi minnka möguleikana verulega
Þórir Jóhann Helgason er einn af þeim leikmönnum sem hefði getað verið færður niður í U21 landsliðið en hann verður með A-landsliðinu í kvöld.
Þórir Jóhann Helgason er einn af þeim leikmönnum sem hefði getað verið færður niður í U21 landsliðið en hann verður með A-landsliðinu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hvað gerist í kvöld.
Hvað gerist í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur Íslands og Albaníu í kvöld er nú ekki alveg tilgangslaus æfingaleikur eins og sums staðar hefur verið haldið fram.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, vildi ekki senda neina leikmenn úr A-landsliðinu í U21 landsliðið og færði rök fyrir því að leikurinn við Albaníu væri mikilvægur.

„Með því að ná öðru sæti í riðlinum, enda fyrir ofan Albaníu, gefur okkur mjög góða möguleika á því að vera hluti af þessu umspili sem fer fram í mars 2024. Ef við þyrftum á því að halda, stefnan er að komast á EM í gegnum undankeppnina. En með því að enda í öðru sæti þá er mjög góður möguleiki á að vera hluti af þessu umspili," sagði Arnar í viðtali við miðla KSÍ.

Lið sem ekki tryggja sér sæti á EM í gegnum undankeppnina geta með góðum árangri í Þjóðadeildinni komist í sérstakt umspil um sæti á mótinu. Umspil eins og það sem Ísland komst í 2020 en tapaði á grátlegan hátt gegn Ungverjalandi.

Hversu góður er möguleikinn?
Sindri Sverrisson skrifar mjög góða grein á Vísi í dag þar sem hann fer yfir möguleika Íslands á því að komast í umspilið.

„Vandamálið er að það verður ekki skýrt fyrr en eftir undankeppni EM á næsta ári hvort leikurinn í kvöld skiptir máli en það bendir býsna margt til þess," skrifar Sindri.

Einfaldast væri auðvitað fyrir Ísland að lenda í fyrsta eða öðru sæti í riðlinum í undankeppninni, en það verður dregið í riðla þann 9. október næstkomandi. Þau lið sem enda ekki í fyrsta eða öðru sæti í undanriðlunum þau verða að gera sér vonir um umspil, en þar kemur Þjóðadeildin inn í myndina.

Heildarmyndin er virkilega flókin en til þess að gera flókna sögu einfaldari þá er auðvitað miklu betra fyrir Ísland að enda í öðru sæti en í því þriðja.

Í heildarstigatöflu Þjóðadeildarinnar fyrir leiki kvöldsins þá er Ísland í 24. sæti. Í dæminu sem er tekið fyrir í grein Vísis þá myndi það duga til að komast í umspilið, en 27. sætið sem Albanía er í myndi þá ekki duga. Þetta eru auðvitað bara tilgátur, en þetta ræðst ekki almennilega fyrr en búið er að spila undankeppnina á næsta ári.

Íslandi nægir jafntefli í kvöld til að tryggja sér annað sætið í riðlinum, en tap yrði sárt og það myndi minnka möguleikana á umspili til muna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner