Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mið 27. september 2023 14:33
Fótbolti.net
Búist við fjölmenni úr Garðabæ - „Ætla að vera í íslenska þjóðbúningnum“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á föstudagskvöld klukkan 19:15 mætast Víðir í Garði og KFG í úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins á Laugardalsvelli. Spennandi verður að sjá hvaða lið verður fyrsti sigurvegarinn í þessari nýju keppni sem er bikarkeppni neðri deilda.

Tryggðu þér miða hérna

Tvíburabræðurnir Björn og Kristján Mássynir þjálfa Garðabæjarliðið en þeir spjölluðu við Arnar Laufdal fréttamann Fótbolta.net á Laugardalsvellinum í dag.

Þeir tala um að þessi nýja keppni verði væntanlega enn meira keppikefli fyrir félög í neðri deildum þegar þau sjá hversu glæsileg umgjörðin er.

„Það er alvöru gulrót fyrir liðin í neðri deildunum að geta keppt um alvöru bikar."

Víðismenn spila á náttúrulegu grasi en heimavöllur KFG er gervigras. Gefur það Víði forskot fyrir leikinn á föstudag?

„Þetta gras er nú það gott, við höfum spilað grasleiki á misjöfnum völlum í sumar. Þetta gæti verið eitthvað forskot fyrir þá en ég held að það muni ekki skipta neinu máli því þetta er svo flottur völlur hvort sem er."

Það má búast við góðri mætingu úr Garðabænum en nánast allir leikmenn KFG koma upp úr yngri flokka starfi Stjörnunnar.

„Við munum spila á okkar sterkasta liði. Okkar lið má eiga það að þetta eru 95% uppaldir Stjörnumenn og eru sigurvegarar. Þeir eiga langflestir titla í yngri flokkum á ferilskrá sinni."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en beðist er velvirðingar á hljóðtruflunum sem koma af og til.

   27.09.2023 10:30
Rútuferð og upphitun á Ölveri hjá Víðismönnum - KFG á Dúllubarnum

Athugasemdir
banner