Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. október 2021 07:20
Elvar Geir Magnússon
Solskjær á leið í þriggja leikja Squid Game
Velkomin í Solskjær Squid Game.
Velkomin í Solskjær Squid Game.
Mynd: Samsett
OLE'S SQUID GAME! - Svona hljómar fyrirsögn hjá enska blaðinu Mirror þar sem staða Ole Gunnar Solskjær er til umfjöllunar. Talað er um að Solskjær fái næstu þrjá leiki til að bjarga stjórastarfi sínu hjá Manchester United.

Tilvísun fyrirsagnarinnar er í kóresku Netflix þáttaröðina Squid Game sem sló rækilega í gegn. Einhverjum þykir fyrirsögnin ósmekkleg þar sem þættirnir snúast um að keppendur í Squid Game tefla lífi sínu í hættu í hverjum einasta leik.

Mirror segir að Solskjær hafi aldrei verið eins nálægt því að vera rekinn. Hann verði við stjórnvölinn gegn Tottenham á laugardag en komandi vika gæti verið hans síðasta í starfi.

Á sjö daga kafla koma þrír mikilvægir leikir; auk deildarleiksins gegn Tottenham er það Meistaradeildarleikur gegn Atalanta og svo leikur gegn Manchester City í deildinni.

„Hver andstæðingur gæti orðið að þunnu gleri sem gerir að verkum að hann tekur sitt síðasta skref á upphækkuðu brúnni, á veiku yfirborði sem leiði hann til hinsta dags. Já, velkomin í Solskjær Squid Game," segir í umfjöllun Mirror.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner