Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   lau 27. nóvember 2021 17:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool á þrjá markahæstu og tvo stoðsendingahæstu
Liverpool vann ansi sannfærandi sigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Diogo Jota kom Liverpool yfir strax á annarri mínútu leiksins og hann var svo aftur á ferðinni hálftíma síðar. Áður en fyrri hálfleikurinn var allur þá skoraði Thiago Alcantara en skot hans átti viðkomu í varnarmanni gestanna.

Varnarmaðurinn Vigil van Dijk skoraði fjórða markið í seinni hálfleik, en hann fagnaði ekki af virðingu við sitt gamla félag - Southampton.

Liverpool á eftir leikinn þrjá markahæstu leikmenn deildarinnar. Mohamed Salah er með 11 mörk og svo koma Sadio Mane og Diogo Jota allir með sjö mörk.

Ekki nóg með það - Liverpool á líka tvo stoðsendingahæstu leikmenn deildarinnar. Salah er bæði markahæstur og með flestar stoðsendingar. Salah er með átta stoðsendingar og er Trent Alexander-Arnold búinn að leggja upp sjö mörk.
Athugasemdir
banner
banner