Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   mið 27. nóvember 2024 22:51
Brynjar Ingi Erluson
Slot: Kelleher gert magnaða hluti fyrir okkur
Mynd: Getty Images
Kelleher er alger vítabani
Kelleher er alger vítabani
Mynd: Getty Images
Arne Slot, stjóri Liverpool, var í skýjunum með frammistöðu liðsins í 2-0 sigrinum á Evrópumeisturum Real Madrid á Anfield í kvöld, en sigurinn kom Liverpool áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.

Varnarleikurinn var til fyrirmyndar og þá skoruðu þeir Alexis Mac Allister og Cody Gakpo tvö góð mörk.

„Maður veit hversu einstakt það er að spila gegn liði sem hefur unnið Meistaradeildina svo mörgum sinnum. Real Madrid hefur verið óþolandi fyrir Liverpool í mörg ár. Þetta er stór vika og mjög gaman að sjá þetta.“

„Ég var ekki búinn að teikna einhverja áætlun um hvað við vildum mörg stig. Maður vill koma leikstílnum á hreint eins fljótt og auðið er, en það var ekkert svo erfitt þar sem leikstíllinn er ekki ólíkur þeim sem Jürgen notaði. Það er frábært að sjá að ekki bara þeir sem byrjuðu heldur líka þeir sem komu inná gerðu það sem við vildum fá frá þeim. Ef ég hefði sett upp einhverja áætlun varðandi þann stigafjölda sem ég vildi sjá á þessum tímapunkti þá hefði ég ekki talið upp í þann fjölda sem við erum með núna.“

„Einu skiptin sem Real Madrid ógnaði okkur voru okkar mistök. Mér finnst við geta spilað af meiri ákefð og gert betur með boltann,“
sagði Slot.

Hann hrósaði þá írska markverðinum Caoimhin Kelleher í hástert sem varði vítaspyrnu frá Kylian Mbappe í leiknum. Kelleher hefur verið ótrúlega mikilvægur í fjarveru Alisson Becker.

„Í báðum stöðum heldur maður að boltinn sé á leið inn. Báðir klúðruðu þannig þeir sýndu okkur að þeir eru mennskir. Kelleher var stórkostlegur í vítaspyrnunni sem Mbappe tók. Hann hefur gert magnaða hluti fyrir okkur, alveg eins og hinn markvörðurinn okkar.“

EIginkona og börn Slot voru mætt á leikinn til að styðja hann og liðið, en þau verða einnig í stúkunni er Liverpool tekur á móti Manchester City næstu helgi.

„Þau tóku sér frí frá skólanum til að vera hér. Þau verða líka á leiknum gegn Manchester City, en það mun ekki hafa áhrif á leikinn! Það er alltaf gott að hafa fjölskylduna hjá sér því þá þarftu ekki að vera einbeittur í 24 tíma en kannski 18 tíma!“ sagði Slot.
Athugasemdir
banner
banner
banner