Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   mið 27. nóvember 2024 19:16
Brynjar Ingi Erluson
U19 kvenna: Svekkjandi jafntefli í fyrsta leik
Icelandair
Mynd: KSÍ
Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri gerði svekkjandi jafntefli við Belgíu í fyrsta leik liðanna í undankeppni Evrópumótsins í dag.

Bergdís Sveinsdóttir skoraði eina mark Íslands á 40. mínútu leiksins og tókst liðinu að halda forystu alveg fram í uppbótartíma síðari hálfleiks.

Tæpar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma þegar Belgar jöfnuðu metin og svekkjandi jafntefli því niðurstaðan í fyrsta leik.

Ísland mætir næst Spáni á laugardag en Spánverjar unnu Norður-Írland, 6-0, í hinum leik riðilsins í dag.

Allir leikirnir eru spilaðir á Pinatar-vellinum í Murcia á Spáni.

Lið Íslands: Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir (M), Líf Joostdóttir van Bemmel, Jóhanna Elín Halldórsdóttir, Jónína Linnet, Helga Rut Einarsdóttir, Bergdís Sveinsdóttir (F), Ísabella Sara Tryggvadóttir ('66, Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir), Margrét Brynja Kristinsdóttir ('90, Bríet Jóhannsdóttir), Hrefna Jónsdóttir ('66, Freyja Stefánsdóttir), Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('82, Brynja Rán Knudsen), Sigdís Eva Bárðardóttir ('82, Berglind Freyja Hlynsdóttir).
Athugasemdir
banner
banner