Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
banner
   mán 26. janúar 2026 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: 20 mörk í þremur leikjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru nokkrir æfingaleikir fram um helgina þar sem Ýmir, Grindavík og Stjarnan unnu örugga sigra.

Ýmir skoraði fimm mörk gegn Víkingi Ólafsvík í leik þar sem Óliver Úlfar Helgason var atkvæðamestur með tvennu.

Rúnar Ingi Eysteinsson, sem raðaði inn mörkum fyrir Þrótt Vogum í fyrra, setti þá tvennu í þriggja marka sigri Grindavíkur gegn Kára en flest mörk litu dagsins ljós í viðureign Stjörnunnar gegn Haukum.

Stjörnustúlkur skoruðu sjö mörk í tíu marka leik í nýrri Haukahöll, þar sem Hrefna var atkvæðamest með þrennu.

Rósa María Sigurðardóttir gerði þar sitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk en hún er fædd 2010.

Ýmir 5 - 2 Víkingur Ó.
Mörk Ýmis:
Óliver Úlfar Helgason (2)
Emil Skorri Þ. Brynjólfsson
Andri Már Harðarson
Hannes Blöndal

Kári 0 - 3 Grindavík
Rúnar Ingi Eysteinsson (2)
Valur Þór Hákonarson

Haukar 3 - 7 Stjarnan
Mörk Stjörnunnar:
Hrefna (3)
Kara Sigríður Sævarsdóttir
Fanney Lísa Jóhannesdóttir
Andrea Mist Pálsdóttir
Rósa María Sigurðardóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner