Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 28. mars 2025 22:35
Sverrir Örn Einarsson
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskari Hrafni Þorvaldssyni þjálfara KR var ekki úrslit eða leikurinn sjálfur efst í huga þegar hann mætti til viðtals við Fótbolta.net eftir 5-1 tap KR gegn Víkingum í úrslitaleik Bosemótsins sem fram fór í Víkinni fyrr í kvöld. Stefán Árni Geirsson leikmaður KR varð fyrir alvarlegum meiðslum í leiknum sem að lituðu nokkuð fas Óskars.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  1 KR

„Úrslit, leikur og eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt þegar maður horfir upp á frábæran fótboltamann sem er sennilega fótbrotinn rétt fyrir mót. Það er bara ömurlegt og eitthvað sem er erfitt að sætta sig við.“

Þar bætist í meiðslalista KR sem er nokkur um þessar mundir en Óskar var þó jákvæður um stöðu hópsins og framhaldið.

„Þetta er bara frábært. Það eru flestir að koma til baka úr meiðslum og meiðsli eru bara hluti af leiknum. Þannig að ég get ekki staðið hér á móti þér og verið að vorkenna sjálfum mér. Við erum bara með þann hóp sem er klár hverju sinni.“

Um undirbúningstímabilið sem nú er að ljúka og hvort liðið væri á pari við þær væntingar sem Óskar gerir til þess sagði hann.

„Já ég held við séum vel yfir pari, það er svo sem erfitt að segja til um það svona nákvæmlega hvað var par og hvað var einn undir en mér finnst við vera á góðum stað.“

Allt viðtalið við Óskar má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner