sun 28. maí 2023 12:30
Elvar Geir Magnússon
Skiptar skoðanir á gæðum dómgæslunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og oft áður eru skiptar skoðanir á gæðum dómgæslunnar en samkvæmt skoðanakönnun sem var á forsíðu Fótbolta.net telja 37% lesenda að dómgæslan hafi verið slök í upphafi Íslandsmóts.

26% telja að dómgæslan hafi verið góð en aðrir segja að hún hafi verið sæmleg.

KSÍ tilkynnti fyrir helgi að komið væri af stað átak vegna hegðunar í garð dómara. Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á störfum dómara og mikilvægi þeirra fyrir fótboltann.

„Dómarar eru órjúfanlegur hluti af leiknum, en það er ekki sjálfsagt að fólk sé tilbúið til að gerast dómarar og mörg aðildarfélög KSÍ finna t.d. fyrir því að nýliðun dómara innan sinna raða er mikil áskorun. Ástæðurnar eru vel þekktar og meðal þess sem margir dómarar upplifa er neikvætt viðhorf og neikvæð hegðun á meðal margra þátttakenda leiksins – innan vallar sem utan," segir í frétt KSÍ.

Hvernig finnst þér dómgæslan hafa verið í byrjun Íslandsmóts?
26,2% Góð (655)
36,7% Sæmileg (918)
37,1% Slök (929)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner