De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   mið 28. júní 2023 11:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnþór Ari spáir í 9. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Hefur skorað fjögur mörk í Bestu deildinni í sumar.
Hefur skorað fjögur mörk í Bestu deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Seiðkarlinn.
Seiðkarlinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrenna á írskum dögum.
Þrenna á írskum dögum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Níunda umferð Lengjudeildarinnar hefst í kvöld á Seltjarnaresi og lýkur umferðinni á sunnudag í Breiðholti.

Kjartan Kári Halldórsson, lánsmaður hjá FH, tókst einhvern veginn að vera ekki með neinn leik réttan þegar hann spáði í leikina í 8. umferð. Til hamingju með það Kjartan.

Arnþór Ari Atlason, leikmaður HK, spáir í leiki 9. umferðar og má sjá hans spá hér að neðan.

Grótta 3 - 1 Selfoss (í kvöld 19:15)
No Dean Martin, No party því miður fyrir Selfyssinga. Stórt skarð sem hann skilur eftir sig á hliðarlínunni sem verður til þess að Grótta vinnur þennan leik 3-1. Grótta farið hægt af stað en þeir eru góðir á Vivaldivellinum og klára þennan leik.

ÍA 4 - 0 Þór (fimmtudag 18:00)
Skagavélin er komin í gang og svo eru Írskir Dagar um helgina, þannig þeir henda í partýleik og vinna sannfærandi 4-0. Viktor Jóns með þrennu.

Afturelding 2 - 2 Fjölnir (fimmtudag 19:15)
Alvöru stórleikur milli toppliðanna og svo eru Hall of Fame HK leikmenn í báðum liðum. Seiðkarlinn (Ásgeir Marteinsson) og Baddy(Bjarni Páll Linnet) vs. G.Júl og Bígáwni(Bjarni Gunn). Allir þessir leikmenn með meirapróf í að komast upp úr Lengjudeildinni. Þetta verður alvöru leikur sem endar 2-2 og bæði lið fá rautt spjald og Seiðkarlinn með tvö assist.

Grindavík 0 - 1 Þróttur (föstudag 19:15)
Sinisa Kekic slagurinn svokallaði. Mínir menn í Þrótti búnir að spila vel í síðustu leikjum og fara í flotta heimsókn til Grindavíkur og vinna 1-0 iðnaðarsigur. Spila með vindi í fyrri hálfleiknum og setja eitt. Múra síðan fyrir í seinni hálfleik á móti vindinum og halda þetta út. GPL mun skjóta í slá.

Harðasti Köttari landsins Bolli Már Bjarnason ofpeppast og hendir sér í Bláa Lónið eftir leik.

Vestri 2 - 1 Ægir (sunnudag 14:00)
Vestri með gott stig á móti Fjölni í síðustu umferð. Þeir munu tala um fyrir leik að byggja ofaná þá frammistöðu, sem þeir gera og vinna 2-1 sigur.

Leiknir 3 - 0 Njarðvík (sunnudag 18:00)
Leiknir búnir að vera óvænt í miklu brasi í byrjun móts. Þess vegna munu Hall of Fame Leiknismennirnir, Atli Arnars og Arnar Freyr Ólafsson mæta og heilsa leikmönnum fyrir leik sem kveikir heldur betur í Leiknisliðinu sem vinna örugglega 3-0.

Bónusleikur
Arnþór var einnig fenginn í að spá í toppslaginn í 2. deild.

Víkingur Ó 2 - 3 Þróttur Vogum (föstudag 18:00)
Risa leikur í toppbaráttunni. Þetta verður hörkuleikur en vegna nafnsins þá get ég ekki annað en spáð Þrótti sigri. Þetta verður hörkuleikur sem Þróttur vinnur 3-2 þar sem Óli Eyjólfs verður langbesti maður vallarins enda alltof góður fyrir þessa deild.

Fyrri spámenn:
Tryggvi Hrafn Haraldsson (3 réttir)
Þráinn Orri Jónsson (3 réttir)
Gunnar Birgisson (3 rétt)
Gunnar Þorsteinsson (2 réttir)
Birnir Snær Ingason (2 réttir)
Sævar Atli Magnússon (2 réttir)
Aron Jóhannsson (1 réttur)
Kjartan Kári Halldórsson - (0 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner