Leiknir Reykjavík og Keflavík mættust í Lengjudeild karla á Domusnova vellinum í Breiðholti í kvöld og endaði leikurinn með 5-1 stórsigri heimamanna.
„Við erum mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag og við þurfum að laga ýmislegt fyrir næsta leik. Leiknismenn voru ferskir í dag og hrósa þeim fyrir góðan leik og sama skapi fórum við ílla með færin okkar." voru fyrstu viðbrögð Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfara Keflavíkur
„Við erum mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag og við þurfum að laga ýmislegt fyrir næsta leik. Leiknismenn voru ferskir í dag og hrósa þeim fyrir góðan leik og sama skapi fórum við ílla með færin okkar." voru fyrstu viðbrögð Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfara Keflavíkur
Lestu um leikinn: Leiknir R. 5 - 1 Keflavík
„Mér fannst við fá þrjú eða fjögur mjög góð færi í leiknum og fengum tvo mjög góða sénsa í upphafi seinni hálfleiks sem hefði kannski getað breytt stöðunni."
„Fórum kannski að teyja okkur of mikið í mörkin og vorum þá veikir til baka í skyndisóknir sem Leiknismenn nýttu sér og þeir áttu sigurinn skilið í dag og kannski fullstór miðavið þau færi sem við fengum í leiknum."
„Það er margt sem fer úrskeiðið, þegar leið á leikinn og við reyndum að sækja þessi mörk kannski of mikið og vorum of ákafir og fengum á okkur tvö mörk eftir skyndisóknir og ég hefði viljað við mundum verjast betur í þessum mörk en það verða víst ekki mörk nema það verði einhver mistök og við gerðum mistök og við verðum að læra af þeim."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Sigurður Ragnar var spurður út í Íslenskuliðin í Evrópu.
Athugasemdir























