Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   lau 28. september 2019 16:34
Valur Gunnarsson
Gary Martin: Ég vann gullskóinn til að troða sokk uppí ykkur
Markakóngur Pepsi Max deildarinnar Gary Martin
Markakóngur Pepsi Max deildarinnar Gary Martin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég skoraði bara mörk. Svona gerist bara í fótboltanum. Fólk sagði að þetta væru ekki góð skipti hjá mér að fara í ÍBV en eins og ég sagði í sumar að þá var þetta mikil áskorun fyrir mig. Ég hefði frekar viljað halda þeim í deildinni en að vinna gullskóinn. En ég vann hann og það er langt síðan ég hef skemmt mér svona vel að spila fótbolta."

Sagði Gary Martin, markakóngur Pepsi Max deildarinnar, eftir tapleik gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  2 ÍBV

En mun Gary spila í Inkasso deildinni næsta sumar?
„Eins og staðan er núna mun ég spila með ÍBV í Inkasso. Það gæti breyst. Ef það koma einhver boð, það gætu komið boð að utan, ég veit það ekki. Líklega ekki. En ef það er áskorun þarna úti sem mér finnst ég eiga skilið vona ég að þeir hlusti á boðin."

Hann sagðist vera ánægður með tímann sinn hjá ÍBV í sumar:
„Það var gaman að spila og ég naut mín. Það er erfitt að spila fyrir neðstu liðin. Öll mörk sem maður skorar eru mikilvæg og ef við hefðum unnið Grindavíkurleikinn hefðum við haldið okkur upp. Jeffsy og Andri hafa verið frábærir. Ég hefði ekki unnið gullskóinn án liðsfélaga minna. Þeir hafa verið frábærir. Þeir samgleðjast mér allir."

Gary var mjög ákveðinn í að vinna gullskóinn:
„Það var það eina sem ég hugsaði um í vikunni. Ég var að skoða stöðuna í leikjum í hálfleik, ég hafði tvo enska vini mína í stúkunni sem sögðu mér hvort ég væri á toppnum eða ekki. Ég vildi vinna þetta til að troða sokk uppí ykkur. Sumarið sem ég átti var ekki gott. Nafn mitt var dregið eftir götunni í fjölmiðlum með sögum sem voru ekki sannar. Hann sagði að ég hentaði ekki leikkerfi. Það er honum að kenna, en þetta var bara hans ákvörðun og það voru ýmsar sögur í gangi. Ég vann gullskóinn, ekki hafa áhyggjur af kerfinu þínu."
Athugasemdir
banner