Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   lau 28. september 2019 16:34
Valur Gunnarsson
Gary Martin: Ég vann gullskóinn til að troða sokk uppí ykkur
Markakóngur Pepsi Max deildarinnar Gary Martin
Markakóngur Pepsi Max deildarinnar Gary Martin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég skoraði bara mörk. Svona gerist bara í fótboltanum. Fólk sagði að þetta væru ekki góð skipti hjá mér að fara í ÍBV en eins og ég sagði í sumar að þá var þetta mikil áskorun fyrir mig. Ég hefði frekar viljað halda þeim í deildinni en að vinna gullskóinn. En ég vann hann og það er langt síðan ég hef skemmt mér svona vel að spila fótbolta."

Sagði Gary Martin, markakóngur Pepsi Max deildarinnar, eftir tapleik gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  2 ÍBV

En mun Gary spila í Inkasso deildinni næsta sumar?
„Eins og staðan er núna mun ég spila með ÍBV í Inkasso. Það gæti breyst. Ef það koma einhver boð, það gætu komið boð að utan, ég veit það ekki. Líklega ekki. En ef það er áskorun þarna úti sem mér finnst ég eiga skilið vona ég að þeir hlusti á boðin."

Hann sagðist vera ánægður með tímann sinn hjá ÍBV í sumar:
„Það var gaman að spila og ég naut mín. Það er erfitt að spila fyrir neðstu liðin. Öll mörk sem maður skorar eru mikilvæg og ef við hefðum unnið Grindavíkurleikinn hefðum við haldið okkur upp. Jeffsy og Andri hafa verið frábærir. Ég hefði ekki unnið gullskóinn án liðsfélaga minna. Þeir hafa verið frábærir. Þeir samgleðjast mér allir."

Gary var mjög ákveðinn í að vinna gullskóinn:
„Það var það eina sem ég hugsaði um í vikunni. Ég var að skoða stöðuna í leikjum í hálfleik, ég hafði tvo enska vini mína í stúkunni sem sögðu mér hvort ég væri á toppnum eða ekki. Ég vildi vinna þetta til að troða sokk uppí ykkur. Sumarið sem ég átti var ekki gott. Nafn mitt var dregið eftir götunni í fjölmiðlum með sögum sem voru ekki sannar. Hann sagði að ég hentaði ekki leikkerfi. Það er honum að kenna, en þetta var bara hans ákvörðun og það voru ýmsar sögur í gangi. Ég vann gullskóinn, ekki hafa áhyggjur af kerfinu þínu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner