
Jordan Henderson kemur til með að byrja á miðsvæðinu hjá Englandi í leiknum mikilvæga gegn Wales á HM á morgun.
England er með fjögur stig fyrir leikinn en liðið fer áfram með stigi eða sigri.
Bellingham, sem er einn efnilegasti leikmaður í heimi, hefur leikið mjög vel á mótinu til þessa en að sögn Sky Sports þá mun hann fá hvíld í leiknum á morgun. Henderson, sem er fyrirliði Liverpool, mun koma inn í liðið.
Það var mikið gagnrýnt í síðasta leik gegn Bandaríkjunum þegar Henderson kom inn á fyrir Bellingham. Var Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, gagnrýndur fyrir þá skiptingu þar sem hún þótti varnarsinnuð. Leikurinn endaði með jafntefli.
Sjá einnig:
Svona vill Rooney sjá enska landsliðið á morgun
Athugasemdir