Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   mán 28. nóvember 2022 17:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Snýr Benzema aftur í franska hópinn?
Karim Benzema.
Karim Benzema.
Mynd: Getty Images
Það er víst ekki útilokað að Karim Benzema muni snúa aftur í franska landsliðshópinn áður en HM klárast.

Hinn 34 ára gamli Benzema átti að vera ein skærasta stjarna HM en hann meiddist í aðdraganda mótsins og hefur ekki verið með franska hópnum í Katar.

Það er hins vegar ekki búið að kalla neinn annan í hópinn og er Benzema enn á lista.

Benzema er að byrja að æfa aftur með félagsliði sínu, Real Madrid, og samkvæmt RMC í Frakklandi þá gæti hann snúið aftur í franska hópinn ef hann nær góðum bata.

Frakkar eru nú þegar búnir að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum. Það er spurning hvort Benzema muni mæta til leiks í útsláttarkeppninni ef meiðsli hans eru ekki eins alvarleg og í fyrstu var talið.
Athugasemdir
banner
banner
banner