Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   sun 29. janúar 2023 17:30
Aksentije Milisic
Man Utd fengið tíu fyrirspurnir um Elanga

Það hafa mörg félög áhuga á því að fá Svíann Anthony Elanga frá Manchester United en liðið er ekki búið að ákveða hvort hann fái að fara á lán.


United hefur fengið tíu fyrirspurnir frá félögum sem vilja fá Elanga á láni en í gær var greint frá því að Ruud van Nistelrooy, þjálfari PSV, vildi ólmur fá leikmanninn.

Þá hefur Borussia Dortmund einnig lýst yfir áhuga en áður var Elanga orðaður við Everton.

Man Utd hefur enn ekki gefið grænt ljós á það að vængmaðurinn fái að fara frá liðinu á láni í glugganum en ákvörðun verður tekin á næstu tveimur sólarhringjum.


Athugasemdir
banner