
Átta liða úrslitin í Meistaradeild kvenna halda áfram í kvöld en fyrri viðureignirnar fóru fram í síðustu viku.
Það er risaleikur fyrir Íslendingalið Bayern Munchen þar sem liðið mætir til London og spilar gegn Arsenal á Emirates. Bayern vann fyrri leikinn 1-0 á Allianz Arena.
Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliðinu í þeim leik og átti hreint út sagt stórleik en Arsenal sótti hart að marki Bayern í síðari hálfleik.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir sátu allan tíman á varamannabekknum í fyrri leiknum.
Í hinum leik dagsins mætast Barcelona og Roma á Spáni en Barcelona fór til Ítalíu í síðustu viku og vann 1-0.
Leikir dagsins
16:45 Barcelona W - Roma W
19:00 Arsenal W - Bayern W
Athugasemdir