Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, stóð vaktina í dag þegar Fjölnir fékk Þór í heimsókn í toppslag.
Lestu um leikinn: Fjölnir 4 - 0 Þór
Bergsveinn var ánægður með leikinn er hann kom í viðtal eftir leik.
„Mér líður mjög vel, það er ekki annað hægt eftir 4 - 0 sigur og halda búrinu hreinu, það er ekki hægt að toppa þá tilfinningu."
Bergsveinn var líka spurður út í deildina og hvort að þétti pakkinn á toppnum kæmi honum á óvart
„Nei nei, þið sjáið hvernig þessi deild er að þróast, það geta allir unnið alla og það eru jöfn lið í þessari deild."
Fjölnir leikur næst við Leikni í Breiðholtinu og geta haldið sér á toppnum með sigri þar.
Athugasemdir























