Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   fim 29. júlí 2021 21:56
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Öruggt hjá Völsungi
Kvenaboltinn
Völsungur vann frábæran sigur á Hömrunum
Völsungur vann frábæran sigur á Hömrunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Völsungur 3 - 0 Hamrarnir
1-0 Hildur Anna Brynjarsdóttir ('58 )
2-0 Sarah Catherine Elnicky ('63 )
3-0 Sarah Catharine Elnicky ('74 )

Völsungur vann sannfærandi 3-0 sigur á Hömrunum í 2. deild kvenna er liðin mættust á Vodafone-vellinum á Húsavík.

Staðan var markalaus í hálfleik en Hildur Anna Brynjarsdóttir opnaði leikinn með góðu marki á 58. mínútu.

Fimm mínútum síðar skoraði Sarah Catharine Elnicky og hún bætti svo við þriðja markinu á 74. mínútu.

Þessi sigur þýðir það að Völsungur er í 2. sæti með 25 stig, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis.
Athugasemdir
banner
banner